Afi
24.8.2008 | 19:45
Afi gamli fylgdist vel með veðrinu eins og flestir Íslendingar gerðu og margir gera enn.
Hann og amma áttu 10 börn.
Þegar þau voru hætt að vinna, þá bjuggu þau heima hjá foreldrum mínum. Afi vildi passa upp á okkur strákana og var iðulega úti á kvöldin að leita að okkur til að segja okkur að koma heim.
Klukkan er langt gengin í níu, sagði hann, þegar hún var rúmlega átta. Aðrir krakkar kölluðu hann afa á hlaupum vegna þess að hann var alltaf á fullu að leita að okkur.
Heima hjá okkur var lítið barómet sem sá gamli sló fyrnafast í til að sjá hvort breytingar á veðri væru í nánd... við vorum alltaf dauðhrædd um að hann myndi brjóta það, svo fast var slegið.
Afi
Mig undraði styrkur
glersins í barómetinu
þegar þú þrumaðir
í það með hnúunum
Regn - breytilegt - bjart
Við strákarnir
sáum á svip þínum
að líklega myndi
hann bresta á
að norðaustan
með kvöldinu
.
.
Athugasemdir
Flott kvæði
Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 20:20
Snilld eins og alltaf - kær kveðja í kotið!
Edda Agnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:06
Afar skemmtilegt..
Gulli litli, 25.8.2008 kl. 08:32
Býr í búknum bók ?
Steingrímur Helgason, 25.8.2008 kl. 17:47
Skemmtilegt hjá þér. Er þetta teikning af afa þínum?
Heima var líka barómet og afi bankaði í það í hvert sinn sem hann gekk fram hjá því. En það var amma sem sá um að ''gera mig að fífli'' með því að fara alltaf út á svalir og góla yfir allt hverfið: Jóóóóóóónaaaaaa maaaaaatuuuuuur.
Það brást ekki að krakkarnir fóru að flissa. Mér stóð ekki alveg á sama en það var ómögulegt að fá hana til að hætta þessu.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 12:44
Það versta við að finna fyrir blogg léti er að það er svo mikið sem maður þarf að lesa... eða fyrirgefðu það besta.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.