Barátta

Ég gekk fyrir hornið á barnum og fékk svalann haustvindinn í fangið... nú hugsaði ég, hann er barátta í dag... ég hefði kannski átt að klæða mig í lopapeysuna. En ég var bara í stutterma bol og þunnum svörtum jakka.

En ég ætlaði ekki að ganga langt. Ætlaði bara út í búð að kaupa mér Camembert og blandaða berjasultu. Koma svo við í ríkinu og kippa einni rauðri með.

Inni í mér var líka barátta... átti ég að kaupa mér Nóa súkkulaði með hnetum og rúsínum og kannski tveggja lítra epla Cider?

Ég var nýbúinn að ákveða að hætta að borða súkkulaði, alveg fram að næstu páskum. En nú langaði mig svo rosalega í Nóa súkkulaði.

Á endanum ákvað ég að kaupa súkkulaði, en bara með rúsínunum og sleppa hnetunum, þær eru bæði fitandi og óhollar.

.

lopapeysa-asa-01

.



Ég hugsaði enn meira um lopapeysuna á heimleiðinni, vildi hún kæmi svífandi af himninum og dytti á kollinn á mér. Þvílíkur kuldi.

Við hornið á barnum byrjaði að snjóa. En baráttunni var lokið. Fyrsti snjór vetrarins sveif í logni til jarðar, stór snjókorn eins og munstur í lopapeysu úr Svarfaðardal.

Ég bjó til spor númer fjörutíu og þrjú alla leið að dyrunum heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Thí hí....mundu næst að skella peysunni með...og ALDREI reyna að hætta að borða súkkulaði...bara hugsunin ein er óholl....

Er það ostur og rauðvín í morgunsárið...með leiknum????

ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

þetta er og verður eilíf barátta, átti að fara á barinn, en í bítið á morgun verður það baráttan um gullið eða bíbbið.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.8.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Gulli litli

Það blæs í gegnum lopapeysur..

Gulli litli, 24.8.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband