Góður
23.8.2008 | 10:56
... þetta er það sem okkur hefur vantað hingað til, markvörður sem tekur 15-20 bolta í leik... liðið sem heild hefur spilað rosalega vel og þegar markvarslan er svona góð, þá stöðvar ekkert þessa stráka...
Gaman að lesa þessa frétt og sjá hvað mamma hans hefur haft mikla trú á drengnum. Mér finnst oft í dag ef að börn eru kraftmikil og fyrirferðamikil, þá vill "kerfið" bara nota róandi á þau til að allir verði eins og meðfærilegri... ég hef séð börn sem eru hress og skemmtileg, en aðeins of hress fyrir skólana að þá eru þau allt í einu orðin vandamál... í staðinn fyrir að virkja kraftinn í þeim á jákvæðan hátt.
Að styðja við bakið á börnum og láta þau finna að það sé til fólk sem hefur trú á þeim getur skipt öllu máli.
Björgvin markvörður er skemmtilegur og hress og hefur keppnisskapið í lagi... það geislar af honum leikgleðin og við sem horfum á hrífumst af honum...
Hvernig sem leikurinn fer á morgun, þá er víst að það verða margir sigurvegarar sem koma heim með verðlaun frá þessum Ólympíuleikum... Björgvin Páll Gústavsson er einn af þeim.
.
.
Handboltinn bjargaði honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér Brattur.
já og áfram LIVERPOOL.
Brynjar Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 16:52
Við erum svo oft sammála Brylli, oft er stutt á milli klaufs og hamars, eins og máltækið segir... ferð þú ekki að halda með Manchester United fljótlega... þá verðum við alltaf sammála...
Brattur, 23.8.2008 kl. 17:03
Það er fyrirfram fyrirgefanleg fötlun í því fólgin að styðja 'sameinaða mannhezta', enda fullt af ágætiz fólki með slíkt blæti.
Fyrr hefði ég & myndi, hópflengja minn barnaskara fyrir ótugtarskap, en dæla brosandi í hann amfetamíni, hvaða Ritalínunafni sem það kallaðizt.
Nú, eða heldur, brúka önnur & vandaðri uppeldizmeðul.
Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.