Ingi sjóræningi

... hann hafði aldrei hugsað sér það þegar hann var lítill að verða sjóræningi... hann hét að vísu Ingi og var Þormóðsson...

... hann var bara eins og hin börnin, var þó frekar í góða og duglega hópnum og fékk alltaf góðar einkunnir... hann var engin slúbert... en það var hinsvegar Albert góður vinur hans... flestir reiknuðu með að Ingi yrði tannlæknir eða trompetleikari... hann var í lúðrasveitinni í skólanum... og spilaði meiri að segja sóló þegar lúðrasveitinn tók gamla Bítlalagði, Taste of Honey... ógleymanlega... hann var með fima fingur og langa... kannski var það merki um það að hann yrði sjóræningi... fingralangur... en það gat engin séð fyrir...

Albert slúbert stefndi hinsvegar beint í ræsið, það var alveg ljóst frá því að hann var 4  ára... þá tók hann hveitipoka sem hann fann í búrinu heima og dreifði um alla stofu þegar von var á gestum... og ekki nóg með það, hann sprautaði úr remúlaðiflösku yfir allt sjónvarpið...

En allt er í heiminum hverfullt og allt er breytingum undirorpið... og ekkert er öruggt... það er víst... Albert slúbert fór í menntaskóla og háskóla og gerðist síðan fréttamaður hjá Bændablaðinu... hann giftist henni Söru Talmann og lýkur hér með kafla hans í sögunni...

.

 49155PaperPirateHat

.

Ingi sjóræningi fór ungur á flakk um heiminn... vildi finna köllun sína í lífinu... hann fór til Asíu og gerðist hrísgrjónabóndi, hann fór til Ástralíu og vann á Kengúrubúi, hann fór til Argentínu og sló í gegn í leikhúsi í leikritinu Tangó, Tangó... hann var í Hollywood um tíma og lék þar í bíómyndinni... Why are you here?... og var við það að slá í gegn... en hann nennti ekki að verða frægur... keypti sér hraðbát og sólgleraugu sem Elton John hafði átt... hann fékk vin sinn, Dan Afterpal Tempelton í lið með sér... þeir sigldu um suðurhöfin og rændu ferðamenn... og gáfu fátækum megnið af peningunum og glingrinu sem þeir rændu... Ingi sjóræningi var hamingjusamur maður...

...  á kvöldin sat hann oft á þaki bátsins og horfði á tunglið speglast í sjónum... trompetinn var aldrei langt undan...

... brosandi mávarnir svifu í loftinu innan um tónana frá Taste of Honey....

 

.

Trumpet

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brattur, þú er náttúrulega bara gargandi snilld.

SandhólaPétur (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:07

2 identicon

Áttu Albert slúbert og Sara Talmann ekki börn sem hétu Eir og Kopar sem unnu sér það til frægðar að synda yfir norðurpólinn?

Dandy Starr (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:10

3 identicon

Taste of Honey er fallegt lag. Tasting much sweeter than wine

Harla Varla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:14

4 identicon

Hvað hét hraðbáturinn í sögunni Brattur?

Sáldrið (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið félagar... 

Takk SandhólaPétur... en ég vissi það...

Dandy Starr... jú, það voru einmitt þau Eir og Kopar sem syntu yfir norðurpólinn, Eir var sjónamun á undan í mark.

Halda Varla... já, flott lag... sérstaklega þegar það er spilað á trompet hef heyrt það spilað á mandolín og það var ekki eins gott... 

Sáldrið... hraðbáturinn hét... Þytur...

Brattur, 14.8.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert kominn á uppstoppunarliztann ...

Gargandi.

Steingrímur Helgason, 15.8.2008 kl. 00:17

7 Smámynd: Brattur

Ætli það sé vont að láta stoppa sig upp Steingrímur?

Brattur, 15.8.2008 kl. 00:28

8 identicon

Brattur, mig langar að gefa afa mínum sögu eftir þig þegar hann á 70 ára fermingarafmæli. Er hægt að panta svona frumsamdar sögur hjá þér og hvað myndi ein saga kosta. Er þetta ekki annars góð hugmynda að gjöf?
Sagan á að fjalla um ungan dreng sem bjó út á landi, flutti í borgina og gerðist sundlaugarvörður.

SandhólaPétur (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:40

9 Smámynd: Einar Indriðason

Hljómar svoldið eins og Ingi sjóræningi hafi ekki fundið sínar rætur.  Hvur veit... með svona feril á bakinu, hvað ætli Ingi sjóræningi endist lengi sem sjóræningi, áður en hann skiptir aftur um, og fer núna ... tja... kannski að fljúga fragt flugvél fyrir Cargolux?

Einar Indriðason, 15.8.2008 kl. 04:54

10 Smámynd: Brattur

SandhólaPétur... þessi hugmynd er frábær hjá þér... ég er strax byrjaður að semja söguna um hann afa þinn og er til í að gefa þér 5% staðgreiðsluafslátt af henni.

Einar, það getur verið svo erfitt að finna rætur sínar ef maður er alltaf á sjó...

Brattur, 15.8.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband