Skóflur, sár og strengir

... úff nú er ég þreyttur...

Vorum að moka og dreifa úr möl sem trailer sturtaði í heimkeyrsluna hjá okkur... náttúrulega að okkar beiðni... þetta voru heilir fimmtán rúmmetrar af möl... hvað ætli það séu mörg kíló?

Ég reyndi sem best ég gat að hafa við betri helmingnum sem er þvílíkur dugnaðarforkur að maður verður bara smá kettlingur í sandkassa við hliðinni á henni.

Ég er með blöðrur á höndunum og strengi í öllum vöðvum... meira að segja er ég með strengi í eyrnasneplunum... og því hef ég ekki lent í áður...

Magavöðvarnir eru helaumir og ég sem var búinn að gleyma því að ég er yfirleitt með magavöðva.
En það er bara gaman að sveifla skóflum og slétta möl með hrífu, svona annað slagið.

Man þegar ég var að grafa skurði í bæjarvinnuni heima í gamla daga... það þótti mér frekar leiðinlegt og ákvað í miðjum djúpum skurði að gera það ekki að ævistarfi mínu.

.digging


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

strengi í eyrunum?  var konan að masa svona mikið meðan þú mokaðir?

annars fer okkur körlunum ekki eins vel að klæðast strengjum eins og dömunum, svo ég vona þú komist úr þeim fljótt og vel

Brjánn Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekkert mas......

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Brattur

Brjánn... þessi kona masar aldrei... ég á það bara til að tosa í eyrnasneplana á mér þegar ég er hugsi... og nú ég er kominn úr strengjunum...

Brattur, 8.8.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahaha, þú hefur þá aldeilis verið hugsi

Brjánn Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband