United óstöðvandi
7.8.2008 | 11:35
... mikið er gott að þetta mál er úr sögunni... líst vel á veturinn fyrir okkur United menn, tala nú ekki um ef Berbatov verði keyptur, en lítið hefur heyrst af því máli upp á síðkastið...
... Ronaldo er mikill gleðigjafi á vellinum, að ég tali nú ekki um Rooney... Tevez... Giggs... Ferdinand... Vidic... Nevellie... Anderson... Scholes...þvílíkt lið...
... ég hef enga trú á öðru en að United vinni deildina heima fyrir, baráttan um 2.-4. sætið verður líklega hörð...sé ekki að nokkurt annað lið geti ógnað 1. sætinu... og svo er bara að taka bikar og Evrópumeistaratitilinn líka...
... hlakka mikið til að horfa á boltann í vetur... þetta verður bara gaman...
.
.
Ronaldo: Verð hjá United næstu leiktíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fótbolti sem þú ert að tala um er það ekki?..
Gulli litli, 7.8.2008 kl. 11:42
jú, Gulli, hárrétt... ekkert í boltanum?
Brattur, 7.8.2008 kl. 11:52
Nei þar er ég eyðimörk....
Gulli litli, 7.8.2008 kl. 11:54
... þú ert þá bara eins og Arabarnir, skorar bara eyði mörk... þar er bara allt í góðu með það...
Brattur, 7.8.2008 kl. 12:02
Æ æ, ég sem var alvarlega að íhuga, að eiga þig sem bloggvin. Verð nú að hugsa það aðeins betur. Jæja, ég á nú svosem vini sem halda með vitlausu liði. Allir hafa einhvern galla.
kop, 7.8.2008 kl. 12:03
... hey Vörður... ég er umburðalindur... hvar ert þú í flokki?
Brattur, 7.8.2008 kl. 12:13
Ég er mjög umburðarlyndur líka. Þó þú sért júnætidmaður, þá hlýtur þú að þekkja þennan fallega fugl.
kop, 7.8.2008 kl. 12:35
Já, já... þetta er mjög fallegur fugl... hef reyndar komið á Anfield... og ég skal segja þér eitt í trúnaði... You'll never walk alone... er eitt fallegasta lag sem ég heyri... ég vona að baráttan verði milli United og Liverpool... miklu skemmtilegra en þessi Lundúna snobb lið...
Brattur, 7.8.2008 kl. 12:46
Hózd, hömm, Löndúnir ströndúnir.
Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 12:55
hehe united menn voru reyndar mjög heppnir í fyrra að vinna.. munaði engu.... þetta verður saman baráttan í ár... þið gleymið oft hversu nálægt næsta lið var þegar frá líður og haldið að þið séuð aldrei í neinni hættu með þetta...
sjáum til... ég held að þetta ár verði Liverpool... búnir að styrkja sig mikið og hafa besta framherja heims... TORRES
Frelsisson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:35
... Frelsisson... takk fyrir innlitið... já, ég vona að Poolararnir verði nú öflugri en áður... enda farinn að koma tími á titil í úrvalsdeildinni... en United menn gefa þetta ekkert eftir... verð að viðurkenna að ég hef ekki séð nógu mikið til Torres til að tjá mig um hann... ég horfi nefnilega bara á leiki þar sem United er annar aðilinn!!! en mér skilst að hann sé góður... annars bara baráttukveðjur með von um skemmtilegan bolta vetur...
Brattur, 7.8.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.