Ske og Bergsæll
7.8.2008 | 00:05
... einu sinni var maður sem hét Ske... hann sat úti í lystigarði á mosagrænum bekk og grét... kom þá að grasálfur sem hét Bergsæll... hvað er að Ske? spurði grasálfurinn...
... ég er búinn að týna úrinu mínu, kjökraði Ske... af hverju þarftu úr Ske minn, spurði Bergsæll álfur... til að fylgjast með tímanum svarða aumingja Ske... en það breytir engu með tímann hann fer alltaf á sínum hraða hvort sem þú ert með úr eða ekki, hélt Bergsæll áfram... en ég veit ekki hvenær ég á að fara heim í mat, snökti Ske... þú ferð bara þegar þú ert svangur Ske minn, sagði álfurinn hughreystandi... en ég veit ekki hvenær ég á að fara heim að sofa stundi Ske þunglega... þú ferð bara þegar þú verður syfjaður, svaraði Bergsæll álfur ... og tíminn það er það eina sem nóg er til af... hann klárast aldrei..
... er þá ekkert að þó mig vanti úr, spurði Ske og var hættur að skæla...
... og álfurinn svaraði brosandi; nei, það er ekkert að Ske...
.
.
Athugasemdir
Ég hef grun um að Bergsæll hafi stolið úrinu. Takk fyrir þetta :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 00:29
þessi saga er glediskot...
Gulli litli, 7.8.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.