Sjóveikur að blogga

... þegar ég blogga, þá er ég oftast með litla eða óljósa hugmynd um það hvað ég ætla að segja... skemmtilegast finnst mér að skrifa smásögur, eða örsögur... sem ég kalla "Instant" sögur...

... ég er þá aðeins með þessa litlu hugmynd í farteskinu og veit ekkert hvert hún leiðir mig... stundum tekst mér vel upp, stundum ekki eins og gerist... þær sögur sem ég er hvað ánægðastur með, fá yfirleitt ekki mörg komment...Blush... líklega hef ég svona skrítinn smekk.... hmmm...

Yfirleitt blogga ég ekki um fréttir... það eru nógu margir í því... en þó geri ég undantekningu á þeirri reglu, sérstaklega þegar innlitin verða fá... þá þarf egóið smá búst... en þó er það ekkert gaman heldur, því þegar maður bloggar um frétt, þá koma margir inn en eru ekkert að tjá sig... fullt af heimsóknum, en engin segir neitt... púðurskot...

... skemmtilegast finnst mér þegar bloggvinir mínir segja mér að skrif mín hafi glatt þá... þá eflist ég allur og vil gera enn betur næst...

... svo þegar ég er búinn að blogga og vista, en ekki enn búinn að birta... þá kemur þessi setning upp í blogginu... "Þessi færsla er uppkast"... mér verður alltaf hálf óglatt og sé grænt þegar ég les þessa setningu... og ég er ekki að djóka...

... væri ekki betra að segja bara... "Þessi færla er "kastanía"...

... þá kannski verður mér ekki svona óglatt þegar ég er að blogga...

.

hermit_sick

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

færslur þínar gleðja mig einatt og iðulega, oftlega og ósjaldan

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hata þegar fólk skrifar svona athugasemdir í þann dúrinn frekar en mollinn, að þeir séu sammála þeim sem áður athugasemdaðist.

En, stundum, þá ersumtbaradoleiðiz...

Tek undir með Guðnýu, enda vel orðað.

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband