Vart og Úð

Vart og Úð voru hjón. Þau voru á gangi inni í skógi.

Allt í einu greip Úð í handlegginn á manni sínum og sagði;  Ó, Vart... ég held ég hafi séð eitthvað hlaupa þarna á milli trjánna... Sástu úlf Úð? Sagði þá Vart og pírði augun.

Þau stóðu grafkyrr og héldu niður í sér andanum. Þegar loksins þau hleyptu svo andanum út aftur, sáu þau grilla í stór gul augu hjá stórum gömlum trábol sem lá á hliðinni á jörðinni.

Vart tók upp riffilinn og miðaði... nei, nei, hrópaði þá rödd... ekki skjóta þetta er bara ég, hann Hjörtur litli.

.

hardwoodForest

 

Þú ert að plata Hjörtur litli, sagði Vart... þú ert ekki með gul stór augu...Ég er ekki með gul augu, þetta eru nýju sólgleraugun mín... sagði ræfilsleg röddin bak við trjábolinn...

Stattu þá upp Hjörtur litli, sagði Úð titrandi röddu... og viti menn, Hjörtur litli stóð þarna upp og hélt á nýju sólgleraugunum sínum og veifaði.

Þú ferð nú vart að skjóta mig Vart... er það? Sagði Hjörtur litli sposkur... og rölti til þeirra... hefur þú nokkuð séð Sam Úð... hélt Hjörtur litli áfram og þau brustu í hlátur öll þrjú og ætluðu aldrei að geta hætt.

Vart, Úð og Hjörtur litli settust svo á trjábolinn og úðuðu í sig gráfíkjum sem þau hjónin höfðu haft með sér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sjúkkett að þau hjónin höfðu með sér gráfíkjur.....

Annars hefði getað farið illa

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Júbb ég votta sam-úð mína!

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Gulli litli

Vart-burg..

Gulli litli, 5.7.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er eitthvað gott & gómsætt í vatninu þarna á annesji borgar...

Steingrímur Helgason, 5.7.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband