Til eru fræ

Fann þessa fallegu mynd á netinu... fannst þetta klassíska ljóð Davíðs Stefánssonar passa við.

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.

lubomir_bukov_shadows-of-past-bw-frame

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er frábær mynd. Ljóðið er ein af perlum Davíðs, ég man að þegar ég heyrði Erlu Stefáns lagið við þetta ljóð fyrir uþb öld, fékk ég ekkasog útaf sorg heimsins. Úff, hvað maður var viðkvæmur - þá.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Shadows of the past"............  Einn góðan veðurdag munum við eiga slíka skugga Brattur. Þangað til gerum við allt það besta úr öllu. Ljóðið fallegt, myndin frábær og við lítt, illa, eða órakaðir.  

Halldór Egill Guðnason, 2.7.2008 kl. 04:51

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skondin mynd sem segir nær allt - nema þetta með illa rakaða menn sem Halldór talar um, það ku samkvæmt nýjustu niðurstöðum af einhverri könnun sem konur tóku þátt í vera mest kynferðislegir karlmenn sem eru útlits eins og illa rakaðir!

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Dásamleg mynd sem gefur hugmyndafluginu lausan taumin.

Ljóðið hans Davíðs er yndislegt og fær enn dýpri merkingu þegar Haukur heitinn syngur það.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.7.2008 kl. 13:09

5 identicon

Frábær mynd.Ég er sammála Ingibjörgu um að lagið er einstakt í flutningi Hauks heitins

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:30

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, Haukur var frábær, en munið þið ekki eftir einhverri konu sem mig minnir að hafi heitið Erla - söng hún kannski tvísöng með Hauki?  Svei mér þá ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.7.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, já, svariði bara endilega, takk fyrir svörin ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband