Austur á bóginn

Eftir að hafa ryksugað, horft á Arsenal og drukkið bjór heima hjá Zteingrími ákváðu Magnús fíll og Hanni Bali að halda austur og heimsækja austfjarðarbóginn hann Val... Magnús fíll skokkaði í gegnum alla Mývatnssveitina og þeytti rana... Hanni Bali sat á baki hans og veifaði til mannfjöldans... hann dreifði fílakaramellum á báðar hendur... nokkrar mýflugur eyddu síðustu andartökum lífs síns í rana Magnúsar.

.

 548594092_f605ac6817

.

Hanni Bali vildi ólmur fara í Jarðböðin og bað Magnús að bíða úti á  meðan. Með svalandi drykk lagði Hanni Bali sig út af í hlýju vatninu. Hann var nærri sofnaður þegar stór alda skall á nefinu á honum og fyllti það gjörsamlega. Hanni Bali spratt á fætur og saup hveljur. Fólk öskraði og hrópaði... Hanni Bali sá þá hvar Magnús Fíll kom skjögrandi  niður í lónið og settist með miklum látum í heita vatnið... saup og spítti vatninu í allar áttir. Frissi gamli frá Faraldsfæti sem hafði verið að svamla um á vindsæng, þeyttist nú eins og steinn sem fleytir kellingar og hvarf út úr lóninu og út í hraun þar sem mamma hans var að baka rúgbrauð.

.

 elly-bath

.

Hanni Bali skammaði Magnús eins og hund sem er illa hægt við fíla. Fóru þeir uppúr, leigðu 33 handklæði til að þurrka Magnúsi.

Hálf sneypulegur þrammaði Magnús af stað í austurátt. Hanni Bali sat brúnaþungur uppi á honum og tuggði síðustu fílakaramelluna.

Magnús greyið þoldi illa lyktina af hverunum í Námaskarði og varð Hanni Bali að binda hnút á ranann meðan þeir hlupu fram hjá gráum og ólgandi drulluhverunum.

Sættust þeir félagar heilum sáttum eftir að vera lausir við hverafnykinn. Smellti Hanni Bali kossi á gráan ranann. Magnús brosti og fann hvernig hamingjustraumur þaut eftir rananum og niður í tær.

Í kvöldkyrrðinni barst ljúfur fílasöngur útí mosagróið hraunið.

Í næsta kafla ná þeir félagar svo vonandi á leiðarenda til Austfjarðar bógsins Vals.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ æ....... ekkert komment við þessa góðu sögu. 

Ég hlakka til þegar Hanni Bali heimsækir Valinn.... þeir elduðu einu sinni grátt silfur saman.  Skyldi einhver hafa borðað það ? 

Anna Einarsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband