Þráðurinn
14.6.2008 | 11:14
Einu sinni var maður sem hét Þráður. Hann langaði svo mikið til að vera persóna í sögu... hann vissi að neðar í götunni ,við Mávastell 33 bjó rithöfundur, sem leit góðlátlega út.
Hann ákvað því að fara að heimsækja hann.
Þráður klæddi sig í uppáhalds rauðu buxurnar sínar og rauðu peysuna, setti svo á sig rauða derhúfu.
.
.
Á leiðinni gelti á hann reiður bolabítur. Bolabíturinn var fastur í kveðju svo Þráður gelti bara á móti, en þá varð hundurinn öskuillur og stökk að Þráði. Prikið sem hélt keðjunni þaut upp úr jörðinni eins og flugeldur og bolabíturinn var laus.
.
.
Skelfingu lostinn hljóp Þráður undan kvikindinu. Bolabíturinn var fljótur að hlaupa, gelti ógurlega og froðufelldi. Þráður fann hvernig hann glefsaði í buxnaskálmarnar á uppáhalds rauðu buxunum hans.
Maðurinn í rauðu fötunum stökk yfir næstu girðingu en bolabíturinn varð eftir fyrir utan spólandi vitlaus.
Þráður áttaði sig fljótlega á að hann var staddur í garðinum hjá rithöfundinum, sem sat þarna á veröndinni og reykti pípu eins og alvöru rithöfundar gera.
Það sem Þráður áttaði sig hinsvegar ekki á var að hann var þegar orðinn sögupersóna í þessari sögu.
Rauði Þráðurinn í sögunni.
Athugasemdir
Ég er öðrum Þræði eins og fest upp á Þráð eftir þennan lestur og ekki er á mér þurr Þráður þótt ekki ætli ég að hleypa öllu í einn Þráðinn.
En við skulum halda Þræði og hér ganga rauðu buxurnar eins og rauður Þráður í gegnum söguna.
Er Þráður kommi?
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.6.2008 kl. 13:06
Þráður kommi... hmm... já, ég held hann sé bara kommi... síðasti komminn...
Brattur, 14.6.2008 kl. 20:19
Nei, ég held að Þráður sé ekki kommi. Ég held hann sé endurskoðandi. Hef aldrei séð menn gelta að hundi, en gæti trúað því að endurskoðendur gerðu það.
SandhólaPétur (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:22
psssss - bolabíturinn tákn hins illa í sögunni - rithöfundurinn tákn hins góða - Þráður - ég hef séð hann áður - ekki segja neinum - ég veit allt um hann - pssssssss
Hvíslarinn (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:30
Úddelí ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:01
Alltaf góður Veistu hvaða tegund af píputóbaki rithöfundurinn reykti?
Dandy Starr (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:44
Dandy, Prince Albert... þekkir þú ilminn af því tóbaki... sama lykt og þegar verið er að brenna rússalerki, gúmmídekk og þorskhausa í einu...
Brattur, 14.6.2008 kl. 23:49
Góð saga fyrir pípureykingarmenn, kallar á rólega stund í ruggustól og miklar bollaleggingar á undirskáuml, frekar en könnu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 10:09
Hvernig fluttist þetta l í endann á orðinu undirkálum
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 10:10
Voðalega er margir Þorsteinar að setja inn athugasemdir, skrítið fólk.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 10:12
Langt síðan svona margir fjórlembingar hafa sést saman
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 10:13
Bless Brattur
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 10:13
Ég tek undir hvert orð sem Þorsteinar 1-2-3-4 og 5 segja hér að ofan... en af hverju eru ruggustólar svona róandi... mætti kannski spara bleiku töflurnar, en nota ruggustólinn meira... nei, segi bara sonna.
Brattur, 15.6.2008 kl. 11:14
Ruggustólar geta verið hættulegir. Ég var einu sinni æstur og reiður, þurfti að róa mig niður. Settist í ruggustólinn sem hún langalanga átti og ruggaði mér. En af því að ég var svona æstur þurfti ég að rugga nokkuð hratt. Það endaði með því að ég datt aftur fyrir mig og braut Jack Daniel´s Whiskey flösku sem einhver vitleysingurinn hafði sett á veröndina. Þetta er eitt það alversta sem fyrir mig hefur komið um ævina.
Bankaræninginn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 11:24
Það eru bara býsna vænir fjórlembingar þarna fyrir austan.
Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 11:37
psssssssss - þessi saga lumar á sér og er innihaldsrík í meira lagi - mér finnst t.d. derhúfan segja okkur að Þráður er bældur maður, en hefur samt drauma um að verða metinn að verðleikum af samfélaginu - er spenntur að heyra framhaldið af sögunni - ertu nokkuð til í að skrifa meira um Þráð, Brattur?
Hvíslarinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 11:47
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:17
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.6.2008 kl. 14:33
Halldór Egill Guðnason, 16.6.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.