Melónustígurinn
9.6.2008 | 07:04
Þetta kvöld vorum við félagarnir í skrítnu ástandi... við gengum eftir melónustígnum, stoppuðum hjá grenitrjánum og dæstum... getur það gerst að þær komi ekki aftur? spurði vinur minn... já, sagði ég við verðum að búa okkur undir það vinur, svaraði ég þungt... við vorum ansi niðurlútir og veittum fallegum kvöldhimninum enga athygli...
Hugur okkar var bundinn morgundeginum... við höfðum áhyggjur...
Við dæstum stöðugt, töluðum fram og til baka um hvað gæti gerst... á meðan tók himinninn á sig ýmsar myndir, varð fyrst ljósblár... svo rauðgulur... svo dimmblár og svo eldrauður... fuglar sungu á trátoppum og hunangsflugur suðuðu af ánægju...
Við gátum bara ekki tekið eftir þessari yndislegu stemmingu... við höfðum áhyggjur...
Morguninn eftir kom í ljós að allar bréfadúfurnar okkar höfðu skilað sér í hús, hver og ein einasta... mikið var ég feginn að sjá hana Djásn aftur.
Vildi við hefðum ekki haft svona miklar áhyggur af þeim... þá hefðum við getað átt notalega stund á Melónustígnum, kvöldið áður.
.
.
Athugasemdir
Agnes Ólöf Thorarensen, 9.6.2008 kl. 22:08
Stundum gleymir fólk að njóta augnabliksins vegna kvíða fyrir einhverju.... sem svo kannski aldrei gerist. Frábær saga.
Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 23:24
sammála Önnu
Brjánn Guðjónsson, 10.6.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.