Nei
8.6.2008 | 10:28
Einu sinni var drengur sem hét Nei.. hann var í mestu vandræðum með nafnið sitt... þegar fólk spurði hann; hvað heitir þú, þá sagði hann auðvitað Nei... því hvað gat hann annað...
...fólk gapti og hélt að hann væri ga ga... eða jafnvel bra bra... og vildi ekkert tala við hann...
Pabbi hans hét, Smáfinnur. Ég veit að nú haldið þið lesendur góðir að ég sé bara að bulla... en svona er nú heimurinn skrítinn. Smáfinnur var hávaxið heljarmenni. Konan hans og mamma hans Nei hét Súla. Hún var skírð í höfuðið á fuglinum fallega sem stingur sér svo glæsilega í sjóinn eftir æti.
.
.
Þegar Nei var skírður, þá voru foreldrar hans ekki alveg sammála um hvað barnið ætti að heita. Súla vildi að hann fengi nafnið Leggur en Smáfinnur vildi að hann héti Pottur.
Þegar presturinn spurði; hvað á barnið að heita, þá sagði Súla strax; Leggur... en Smáfinnur sagði hvasst og ákveðið nei...
Presturinn skvetti vatni á koll litla drengsins og sagði; Nei skal þessi ljúflingur heita.
Endir.
Þessi saga kennir okkur að betra er að vera sammála heldur en ósammála.
Athugasemdir
Skemmtileg saga... eins og venjulega
Bróðir minn á vin sem átti kött sem hét spurðann...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.6.2008 kl. 11:16
Ég er að verða viss um að þessi frábæra sagnagerð tengist mataræði höfundar á einhvern hátt.
Steingrímur Helgason, 8.6.2008 kl. 18:18
Já... Steingrímur... það er örugglega rétt hjá þér... góður hollur heimilismatur eykur sköpunargáfuna... og kaffileysið lamar ekki heilafrumurnar...
Brattur, 8.6.2008 kl. 20:10
Er þessi drengur frá Rússlandi?
Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 20:29
Já, Edda... heitir náttúrulega Njet á þvílensku máli... sagan fannst frosin í Síberíufreranum en hefur nú verið þýdd...
Brattur, 8.6.2008 kl. 20:34
.... og borðuð á frummálinu?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 22:29
mér finnst sagan meira vera til þess fallin að minna presta landsins á að gæta að rafhlöðuskiptum í heyrnartækjum sínum.
Brjánn Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 03:48
Já, Brjánn... þarna liggur hundurinn einmitt grafinn...
Brattur, 9.6.2008 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.