Dæmisaga eða ekki?
7.6.2008 | 12:08
Einu sinni var einn sem hitti annan; þeir fundu það út eftir næturfund undir beru lofti að saman voru þeir tveir... (sjá færsluna hér á undan)...
... þegar þeir vöknuðu skein sólin framan í þá... klukkan var orðin tvö að degi til... allur rifsberjasafinn var búinn og aðeins örfáir bitar af þurrkuðum bönunum í skálinni... þar voru þrjár stórar húsflugur að sleikja þá...
Þeir teygðu úr sér... ég er þyrstur sagði einn, ég er svangur sagði annar... þeir ákváðu að fara út í búð og kaupa sér eitthvað í matinn...
Í körfuna fór m.a. BBQ svínarif, bökunarkartöflur, maísstönglar, bananar, suðusúkkulaði og rjómi og að sjálfssögðu flaska af rifsberjasafa. Þeir ætluðu að grilla.
Reykurinn steig upp frá grillinu og ilmurinn af svínarifunum barst um nágrennið... útigangsmaður var allt í einu staddur á veröndinni hjá þeim... hann stóð bara og horfði á rifin malla á grillinu... sagði ekki orð...
.
.
Einn horfði á annan og annar á einn og svo kinkuðu þeir kolli... við erum ekki einir í heiminum, var sú hugsun sem flaug í gegnum kollinn á þeim... við eigum að hugsa um þá sem bágt eiga, borða minna sjálfir og deila því sem við eigum með þeim sem ekkert eiga...
Svo náði einn í þriðja stólinn og bauð útigangsmanninum til borðs... þeir voru ekki lengur tveir.
Endir.
Jæja, hvernig saga ætli þetta sé... ja, ekki veit ég það...
Athugasemdir
Ef hverjir tveir gæfu þeim þriðja, væri gott í heiminum að búa.
Sérlega góð lesning þegar laugardagsmorgunninn er liðinn og taka skal til við árlegt kvennahlaup ÍSÍ.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2008 kl. 12:31
Góð saga og sennilega einhverskonar eftirbreytnisaga.
Halldór Egill Guðnason, 7.6.2008 kl. 12:52
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:24
Tja, fyrir útigangsmanninn var þetta bara eins flott og Grillið - Hótel Saga
Brjánn Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 14:38
Mér finnst þeir svolítið mikið gefnir fyrir banana....
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 22:05
er þetta dæmisaga-203 á næsta level?
Boðskapurinn er samt góður. Þeir sem eiga nóg, mega alveg gefa með sér, til þeirra sem eiga ekki nóg.
(Annars var ég farinn að undirbúa mig undir það að ná í blað, blýant og reiknivél, og reikna saman allar tölur sem ég sá í þessu...)
Einar Indriðason, 7.6.2008 kl. 23:17
Kemur mér á óvart hvað þefskynið er sterkt í "manninum"!
Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.