Suðupotturinn, seinni hluti

... fyrir þá sem misstu af fyrrihluta leikritsins Suðupotturinn, þá er hann HÉR.

Í lok fyrri þáttar rauk Bjargey Björt inn í stofu til að skamma Geirsvan.

Bjargey Björt kallar : Geirsvanur!!!

Geirsvanur stekkur upp úr sófanum og hrópar á móti: Já, hvað er að?

Bjargey Björt : Hvað er að... þú ættir nú sjálfur að segja mér hvað er að.

Geirsvanur : Mér brá bara, það er ekkert að.

Bjargey Björt : OK skan... ég ætlaði ekki að bregða þér; hvað ertu annars að sjóða í pottinum?

Geirsvanur : Ég veiddi nokkra hettumáva í dag... ég ætlaði að koma þér á óvart og hafa hettumávasúpu í kvöld...

.

 gullblack1

.

Bjargey Björt : Ó, en þú æði... keyptir þú nokkuð hvítvín líka?

Geirsvanur : Já, uppáhaldið þitt, bjartasta vonin mín.

Bjargey Björt : En börnin, hvar eru þau?

Geirsvanur : Ég bað mömmu að passa þau í kvöld, ég tók nefnilega mynd á leigunni líka.

Bjargey Björt : Þú ert algjör klessa, elsku Geirsvanur.

Og svo kyssti hún hann rembingskossi á ennið.

Bjargey Björt og Geirsvanur borðuðu hettumávasúpu og drukku Tittarelli hvítvín með.

Tvö fjólublá kerti loguðu á milli þeirra.

.

 Tit%20white%20wine

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kæri Brattur

Er ekki komin tími á að setja upp leikrit á sviði og bjóða bloggvinum hlutverk eða stöðu áhorfenda.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband