Veitingastaðurinn "Gúm e lade" opnar

 Oft eru matseðlar á veitingahúsum mun girnilegri en maturinn sjálfur... maður fær vatn í munninn að les eins og...

"Bakaðir hattar fylltir grængresi og gráðosti"

"Reyksoðin lambahjörtu með eplasalati og piparrótarrjóma"

"Hlóðagrilluð piparsteik með koníakspiparsósu"

... já... maður getur slefað yfir svona seðli...

... en hvað haldið þið um svona matseðil... ef ég opna nú veitingastaðinn...

"Gúm e lade"

A la bratte

Forréttir. 

Marhnútsauga velt upp úr vanilludropum

Þarasalat kryddað með marflóarflösu

.

 II078Marflot

.

Aðalréttir.

Bakstykki úr mórauðri rollu

Lindkind með stútfullu glasi af koníaki

.

 cheep

.

Eftirréttir.

Vikugömul vínarbrauðslengja með myglukanti

Sólbráð með þráðbeinum og mysingssósu

.

Sunshine_by_nandolucas

.

Pantið borð í tíma - ekki í síma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....held mér lítist bezt á koníaksglasið á þessum matseðli....

Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Jakk....en það er spurning um að byrja á koníaksglasinu og sjá svo til hvort listin hafi lagast eftir það..

Agnes Ólöf Thorarensen, 24.4.2008 kl. 16:49

3 identicon

Drekk ekki koníak svo ég kem með nesti.Gleðilegt sumar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég fæ bara af nestinu hjá Birnu hehe....

Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 20:00

5 Smámynd: Brattur

... endilega komið með nesti með ykkur... þessi veitingastaður er hvort sem er ekki þekktur fyrir góðan mat...

Brattur, 24.4.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég myndi panta mér Gúm-e-lade með marmelade og á eftir gæti ég hugsað mér súkkulaði í ísmolabaði. 

Anna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Brattur

Anna,  það er búið að bóka fyrstu pöntunina sem borist hefur... vertinn vill gjarnan að þú gerir honum þann heiður að snæða með honum við opnunarathöfnina... það er þegar orðið uppselt, enda bara eitt borð á staðnum, tveggja manna...

Brattur, 24.4.2008 kl. 20:16

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það verður þá alveg troðfullt !

Anna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 20:18

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er með ókræsilegri matseðlum - ætli ég fái ekki bara koníaksglas eins og fleiri... 

Annars væri nú gaman að vita hvernig marflóarflasa lítur út. Sést hún með berum augum? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 20:27

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér líst bara alveg einstaklega vel á þetta. Verst að það er orðið fullt á opnunarhátíðinni.

Gleðilegt sumar Brattur og takk fyrir skemmtileg bloggsamskipti. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:20

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég sem fleiri sýni lindkindinni linkind, enda ærlega fyrir meðlætið.  Vantar því þriðja hástóleríið.

Gleðilegt sumar, kagglur.

Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Gleðilegt sumar.

Forvitnilegur matseðill,en ekki að sama skapi girnilegur,hef gaman af að smakka framandi rétti og er ekki ýkja matvandur en þetta ???

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.4.2008 kl. 21:51

13 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hvað segirðum reykt grjúpán í sérbökuðu brauði með tómatmauki, mustarði og fínt skornum lauk?

Guðni Már Henningsson, 24.4.2008 kl. 23:51

14 Smámynd: Einar Indriðason

Góða skemmtun við opnunina, og smakkist vel :-)

Einar Indriðason, 25.4.2008 kl. 08:51

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki viss um að reksturinn beri sig,  þar sem þú byrjar smátt (með eitt tveggja manna borð) gæti þetta gengið sem hlutastarf í bílskúr.

Vill samt panta borðið og sólbráð fyrir tvo með floti, sleppa öllu öðru á matseðlinum, verð með nesti.

Sjálfsagt að styðja við nýjan rekstur.

En gleðilegt sumar gæskur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.4.2008 kl. 08:51

16 identicon

Væri mögulega hægt að bæta við fjórða sætinu á koníakskvöldinu með H.S. - A.Ó.T. og L.H.E. ??   

Edda (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband