Persónuleikapróf

Nú er ég með smá persónuleikapróf fyrir ykkur, kæru hlustendur...

10 spurningar sem eru bæði heimsspekilegar og yfirnáttúrulegar... og hvorki einfalt né tvöfalt svar við...

.

 quiestion

.

Geta konur skeggrætt?

Geta kettir verið hundfúlir?

Hvor selur meira sölumaður eða selur?

Af hverju ýtir maður á slökkvara þegar maður kveikir?

Hvort er betra að vera í sjöunda himni eða áttunda?

Hvort á maður að segja "Ég vor-kenni þér eða... ég haust-kenni þér"?

Hvar er Hannnes?

Hvort er réttara að segja; Stormur í vatnsglasi eða... 40 metrar á sekúndu í vatnsglasi?

Þegar þú ert tilbúin(n), ertu þá alltaf: viðbúin(n), eða síðbúin(n)  eða alveg búin(n)?

Er framtíðin liðin?

.

 diwali-puja2

.

Ef þú svarar þessum laufléttu spurningum, þá færðu að vita hvað þú ert af eftirtöldu:

Pappakassi
Papparassi
Sandpappír
Tjörupappír

Djöflaterta
Beygla
Kleina
Tebolla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ég held ég sé djöflaterta - án þess að hafa svarað nokkru.
En veistu af hverju heita vatnið var látið heita heita vatnið?

Linda Lea Bogadóttir, 25.4.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei

Nei

Selur

Það hef ég einmitt aldrei skilið - af hverju notar fólk ekki kveikjarann?

Sjöunda

Ég vorkenni þér ekki neitt - ætli ég haustkenni þér þá?

Já - eða Nesquick?

hahahaha

ekkert af þessu?

Nei - nei, ég skrifa svo hratt

Bíð helspennt eftir niðurstöðum - hef aldrei skilið almennilega hver persóna mín er!!  

Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Konur skeggræða ef þær tala um skegg.

Köttur sem er í fýlu út í hund er hundfúll.

Selur selur sel en sölumaður gel.  Selur selur þá meira.

Kveikja með slökkvara !  Þetta er náttúrulega fáránlegt.  Svar´ess´ekki. 

Best er að vera í níunda himni.

Það fer eftir því hvort sá sem vor-kennir er í Kennarasambandinu.

Hannnes er týnt. 

Mér finnst nú að stormur rúmist ekki í vatnsglasi.  Stormur í tunnu hljómar betur.

Ég er ekki tilbúin.

Framtíðin kemur... einn tveir og NÚNA. 

Anna Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:23

4 identicon

1.stundum

2.nei

3.selur

4.af því bara

5.8

6.kenni þér ekki neitt nema um

7.veikur heima

8.40 metrar

9.viðbúin

10.kemur

hvenær kemur svo svar?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Brattur

jæja... ég þakka þeim sem svarað hafa persónuleikaprófinu...

Það var ekki erfitt að greina ykkur... sterkir persónuleikar...

Hrönn, þú ert Djöflaterta

Anna, þú ert Beygla

Birna Dís, þú ert Kleina

Brattur, 25.4.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég? Hlýtur að vera feill í útreikningum! Ég er bolla.....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég gef ekki upp svörin mín en ykkur til fróðleiks er ég kleina ....

Brattur, alveg ferðu á kostum þessa dagana, hvernig er að fara á kostum .... þetta er nú food for thought for you.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

1. Hef séð konu með skegg og því alveg með það á hreinu að þær geta skeggrætt.

2. Ekki nokkurt einasta mál. Bara að koma saman ketti sem leiðir hund

3. Fer eftir því hvor "selur" meira upp.

4. Því maður ýtir alltaf á slökkvara þegar maður/kona kveikir. Ég meina, er þetta eitthvað flókið? "All things add,...... in the end"

5.: Er eitthvað betra að vera á himnum?

6.: Blessaður hikaðu ekki við að segja "Gleðilegt sumar" í apríl á Íslandi! Er til bjartsýnna fólk?

7.: Hannes verður ekki ræddur hér. Tuðaranum finnst of mikið undir.

8.: Ef þetta er einungis spurning um glasið, drekktu bara það sem er í því. Þú lækkar varla í launum við það, eða hvað?

9.: Stundum er maður illa búinn, stundum ekki búinn, stundum bjánalega búinn, en það sem mestu máli skiptir er að vera búinn. Það er að segja, ....öllu sem þú ætlaðir að vera búinn...AÐ GERA. Svei mér ef þetta verður ekki gott sumar.

10.: Framtíðin er NÚNA! Hefur annars einhver heyrt talað um framtíð í fortíð?

Shit........jú, sennilega voru trukkbílstjórar fyrstir mannkyns til að átta sig á þessu "GiGGi".

Halldór Egill Guðnason, 26.4.2008 kl. 03:17

9 Smámynd: Brattur

... Halldór, það fer ekki á milli mála... þú er pappakassi... takk fyrir þátttökuna... og skemmtileg svör...

Brattur, 26.4.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband