Borgfirðingar ENGU síðri lagðir af stað í stríð
7.3.2008 | 19:54
... Þorsteinn Valur, blogg fóstbróðir minn, er móðgaður við mig til kl. 23:45 í kvöld... þangað til er Brattur frá Bjarndýraeyju í stríði við hann...
Valli... hérna sérðu hersinguna sem er lögð af stað í austurátt yfir hálendið í stríðið...
Myndin er tekin við upphaf ferðarinnar...
Bratturinn er nýkominn undan buxnaskálm spússu sinnar og er með heklað lukku stríðsbelti, um sig miðan. Sokki er ekki lengur berfættur og kominn í uppáhalds sokkana sína. Báðir voru þeir félagar mjög spenntir eins og sést á augnaráðinu... Muninn var hinsvegar ekki eins spenntur því hann mundi ekki hvar Huginn var og sést það líka á augnaráði hans...
Þorsteinn Valur... GEFSTU UPP.... eða hvaða svar áttu við þessu... Valiant góður?
.
.
Athugasemdir
Þetta er hálfmeinleysislegt lið, ekki yrði ég hrædd þó þetta stóð kæmi til mín.
Ragnheiður , 7.3.2008 kl. 20:10
Hver er þessi í miðjunni?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 20:11
Gunnar Helgi, þetta er enginn annar en fuglinn Muninn... hann á að drita yfir óvini okkar í austri...
Ragnheiður þú sérð að þetta lið er vinveitt þér... en það getur verið mjööööög ógnvekjandi á góðum degi...
Brattur, 7.3.2008 kl. 20:20
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 20:39
... ég vona bara að Muninn gleymi þessu ekki...
Brattur, 7.3.2008 kl. 20:49
... nýjustu fréttir af innrásarliðinu herma að Brattur, Sokki og Muninn hafa nú skipt liði og leita um alla austfirði að óvininum, en hann bara finnst hvergi... hann gæti þó verið rétt ókominn úr mat...
Brattur, 7.3.2008 kl. 21:01
Hafðu þetta Boru Brattur
http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/468008/
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 22:17
Legg til gagnkvæma uppgjöf og sameiginlegan flótta kl 22:30 Brattur, er það samþykkt
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.