Meira af Sigvalda og Bergrúnu

.

 

PeterRabbit

 

.

Sigvaldi kanínukall var að vinna lengi frameftir þennan heita föstudag... Bergrún kanínukona kom til hans, prúðbúin í bláu sparipeysunni sinni og sagði;

Sigvaldi minn... viltu nú ekki fara að hætta þessu streði og koma heim að hvíla þig... ég er búin að láta renna í heitt bað handa þér og setti svona slökunarolíu úti... svo á eftir ætla ég að bjóða þér út að borða á "Villta laxinum"... af því kæri Sigvaldi að í dag eigum við trúlofunarafmæli... það eru 10 dagar síðan við trúlofuðum okkur...

.

 ca3rabbit1

.

... æ, elsku Bergrún mín... fyrirgefðu, en ég mundi ekkert eftir trúlofunarafmælinu okkar... ég keypti ekkert handa þér og ég undirbjó ekki neitt fyrir þig... er ég ekki ömurlegur kanínukall?

... Sigvaldi var í alvörunni alveg miður sín og leit varla upp úr vinnu sinni af skömm...

Besti Sigvaldi, ég elska þig nú samt þó þú sért gleyminn... en það er ekki víst að ég elski þig framar ef þú gleymir trúlofunarafmælinu okkar aftur; sagði Bergrún nokkuð ákveðið...

Nei, sagði Sigvaldi, nú set ég þetta inn í dagbókina í gemsanum mínum og þá elskar þú mig alltaf Bergrún mín...

Síðan leiddust þau heim til sín, Sigvaldi slakaði á í olíubaðinu og þau enduðu kvöldið á "Villta laxinum" þar sem þau borðuðu besta laxapaté sem þau höfðu nokkru sinni fengið...

 

.

antipasto

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Níelsson

Takk Hr. Brattur, sá ungi verður sáttur.

Gunnar Níelsson, 3.3.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtileg saga en ég skil ekki  -...  .-  ..-  -.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

"nú set ég þetta inn í dagbókina í gemsanum mínum og þá elskar þú mig alltaf Bergrún mín..." Hahaha, ef lífið væri svona einfalt!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband