Fljúgandi furðuhlutir

... einu sinni fyrir mörgum árum sjá ég sérkennilegt ljós á lofti... þetta var um haust á björtum og fögrum morgni... ljósið var blátt og hvítt, mjög skært og blikkaði og hoppaði á himninum... ég horfði á þetta svona í 15 mínútur, fór þá inn á skrifstofu þar sem ég var að vinna og náði í vinnufélaga minn... við gengum út og horfðum dágóða stund á þetta ljós... vinnufélaginn er ekki á meðal vor lengur...

.

space_dust

.

Á þessum tíma var mikil umræða um að fólk sem sæi svona fyrirbæri á himninum væri annaðhvort vitlaust eða þá að það væru eðlilegar skýringar á svona hlutum eða ljósum... ég "tilkynnti" þetta því ekki... enda held ég að það sé engin stofnun á Íslandi sem tekur á móti tilkynningum um fljúgandi furðuhluti., ha... kannski landbúnaðarráðuneytið...

.

 UFO

Hef samt alltaf gaman af því að velta fyrir mér lífi á öðrum hnöttum og hvernig þær verur gætu litið út...

.

1

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sá einu sinni silfurhvítt fley á himni, sem ég hafði enga skýringu á hvað var, við horfðum á þetta ca. 5 manns í u.þ.b. 10 mínútur...því miður hafði ég ekki rænu á að hlaupa inn eftir myndavél.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég held að flestir hafi séð eitthvað óskýranlegt... þeir sem tala mest um það eru því miður settir á hæli... svo ég læt vera að segja hvað ég hef séð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Brattur

... Gunnar ég er nýsloppinn út af hæli... spennitreyjan var alveg að drepa mig... svo ég strauk... psssss... ég hef samt ekki séð Marsbúa.... ennþá...

Brattur, 1.3.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahaha

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Iss, ég er alltof venjuleg svo ég hef aldrei séð neitt óútskýranlegt (svo ég viti a,m.k).... Einu geimverurnar sem ég hef séð eru félagar mínir, jarðarbúarnir!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband