Litli heilinn

... ég fór að hugsa í morgun, geri það stundum á morgnana... ég fór að hugsa; er ég núna að hugsa með litla heilanum, eða stóra heilanum...

... ég held ég hafi verið að hugsa með litla heilanum í morgun, því ég var bara að hugsa hvort mig langaði í ristað brauð með osti, eða hrökkbrauð með osti... átti ég að hafa fjögurra árstíða sultu með eða rifsberjasultu... vildi ég te eða safa eða kannski bæði???

... litli heilinn hann hlýtur að hugsa um svona hluti...

.

 toast

.

... stóri heilinn hugsar um stærri hlutina... á ég að fara að endurnýja bílinn... hvað með eldhúsinnréttinguna... nýtt húsnæði?

.

715px-Blue_old_car.svg

.

... ég nota því litla heilann miklu meira... hann er stöðugt að allan daginn... meðan stóri heilinn flatmagar bara og nýtur lífsins... og bíður eftir því að litli heilinn hætti að hugsa um ristað brauð...

... litli heilinn sér um jafnvægið í okkur... án hans gætum við t.d. ekki hjólað...

... munum því að þegar við erum ekki alveg í jafnvægi, þá erum við ekki að hugsa með litla heilanum...

.

anim_bycicle

... hafið þið ekki tekið eftir þessu... við erum spennt hvort við getum selt húsið, spennt hvenær við fáum nýja bílinn eða nýju eldhúsinnréttinguna... það er vegna þess að stóri heilinn hefur tekið yfir... litli heilinn er ekki með í ráðum og við erum ekki alveg í jafnvægi...

... ég er mjög ánægður með litla heilann í mér...  veit reyndar ekki hvort hann er grænn eins og þessi hér fyrir neðan... hann gæti allt eins verið úr framsóknarmanni...

litli_heili_081003

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef litli heilinn er grænn og úr Framsóknarmanni, skilgreinist hann sem æxli.

Láttu þá fjarlægja hann áður en þú ferð að kaupa fullt af fötum, spila póker og saga af þér putta eða kyssa ókunnugar kýr, hingað og þangað um sveitir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var alveg viss um að þú værir að meina eitthvað annað... ....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Sammála Þorsteini Val, aðgátar er þörf !

Ragnheiður , 24.2.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Brattur

... ég ætti kannski að mála litla heilann... hmm... ekki alveg viss hvaða lit ég myndi velja... held svolítið upp á rautt reyndar... og bláir litir geta verið fallegir... ég bara vona að hann sé ekki grænn í mér...

Brattur, 24.2.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Flower

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Haha... Gunnar þó! Skemmtileg færsla Og fyrri færslur líka

Eigðu góðan dag.

Sigríður Hafsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband