Mamma Gára

... áður en ég segi ykkur lesendur góðir sögulokin í "Sögunni um frændann sem átti endurnar", þá verð ég eiginlega að ykkur aðeins frá henni Gáru, mömmu þeirra Gísla, Eiríks og Helga...

Við heyrðum smávegis af henni í sögunni þar sem hún sat við andavatnið og heklaði... en hún Gára hafði nú ekki alltaf verið svona róleg í tíðinni...

.

cartoon%20of%20lady%20raking%20leaves

.

Hún var nefnilega mikill fjörkálfur og íþróttagarpur... hennar mesta yndi var að stökkva yfir hænsnakofann ... á hrífu... hún hafði beðið kallinn sinn, hann Anda að smíða handa sér hrífu með mjög löngu skafti.. Andi var drykkfeldur og uppnefndur Vín-Andi af sveitungum sínum... verður ekki meira sagt frá honum í þessari frásögn, nema þá hann skjögri óvænt inn í söguna...

.

 oldmanfall

.

En snúum okkur nú aftur að mömmu Gáru; hrífustökk yfir hænsnakofann var það alskemmtilegasta sem hún gerði...

... hún fór úr stígvélunum og lét þau standa á grasbalanum þeim megin við hænsnakofann sem hún ætlaði að lenda... síðan trítlaði hún berfætt að þeim stað þar sem hrífan lá....

.

 mud_boots___farmers_market__columbus_

.

... Gára greip um hrífuna þar sem teinarnir voru með hægri hendi, þá vinstri setti hún á hrífuskaftið...

 ... hrafn sat á bæjarburstinni og fylgdist grannt með... endurnar voru allar komnar upp á bakkann og biðu spenntar... hænurnar voru í einu hóp skammt frá kofanum... hundurinn Hálfviti ranghvolfdi í sér augunum og rak út úr sér tunguna...

Gára litla horfði á kofann og svo rann á hana æði... hún hljóp öskrandi að hænsnakofanum, stakk hrífuskaftinu í túnið og sveif í fögrum boga upp í loftið... og yfir kofann...

og viti menn hún lenti ofan í stígvélunum... áhorf-endurnar hreinlega trylltust... hænurnar hlupu upp á fjóshauginn, hrafninn hoppaði og skríkti og það leið yfir hundinn Hálfvita...

.

loserdog2

.

... þessa íþrótt stundaði Gára í mörg sumur... en svo kom að því að "Stóri óhappadagurinn" rann upp...
Ef þú segir við Sigfríður frænda, eða Gísla, Eirík, Helga og Kút... munið þið eftir "stóra óhappadeginum"?

... þá fölna þeir upp, líta til himins og signa sig... já, sko þeir muna sko vel eftir "Stóra óhappadeginum"

Í næsta kafla segir annað hvort frá "Stóra óhappadeginum" eða þá sögulokin um hann Sigfríður frænda...

... framhald...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband