Sagan af frændanum sem átti endurnar
17.2.2008 | 16:54
... bakka bróðir, bakka bróðir... sagði Gísli við Eirík..
... Helgi horfði á þá bræður glíma við hjólbörurnar... þar sem þeir voru að reyna að bakka hjólbörunum inn í kartöflugeymsluna... hjólbörurnar voru tómar og engar kartöflur voru inn í geymslunni... Droplaug, elsta beljan á bænum hristi hausinn. Hvað voru þeir að hugsa kjánaprikin núna? Það er margt skrýtið í kýrhausnum, en þetta... úpps...
Lítil tjörn var við hliðina á geymslunni... hún var spegilslétt, engin bára, en Gára mamma þeirra sat á við bakkann og heklaði... endur syntu á tjörninni og skemmtu sér vel...
.
.
Helgi var ákveðinn í að ná einni þeirra og fá sér Pekingönd um helgina... en hann vissi að Sigfríður frændi yrði alveg brjálaður ef hann gerði það... Sigfríður frændi átti þessar endur, þær voru bara í pössun hjá bræðrunum...
... fjallið fyrir ofan bæinn þeirra var heilagt fjall, sem Helgi átti... fjallið Helga...
... Gísli og Eiríkur máttu ekki ganga á fjallið... en þeir máttu horfa á bróður sinn ganga á fjallið...
... það fannst þeim ekkert gaman... þeir vildu heldur fara inn og spila Lúdó....
Skemmtilegast fannst þeim bræðum þó að spila norskt rommý...
.
.
Einu sinni, snemma í desember þegar tunglið óð í skýjunum, skafrenningurinn æddi yfir hjarnið og það ýlfraði í öllum gluggum... fór rafmagnið af... þeir bræður voru ekki undir þetta búnir... niður í kjallara var olíulampi, en engin þeirra þorði að fara niður og ná í hann... þeir ákváðu þá að draga spil... en til að sjá spilin urðu þeir að ganga út að glugganum og láta tunglið lýsa upp spilin...
sá sem fengi lægsta spilið, myndi fara niður...
Eiríkur dró fyrstur... tígulníuna...Helgi dró... laufa sjöuna... Eiríkur fagnaði, yeeeeeeeeeeesssssssss... Þá var röðin komin að Gísla, hann þuklaði öll spilin og dró... þá lýsti upp himininn, elding blossaði... bræðurnir hrukku allir í Kút (sem var í færslunni hérna á undan) tunglið hvarf í skýin, niðamyrkur...
.
.
svo kom þessi rosalega þruma... og hurðin niður í kjallara hrökk upp með ískri... það brakaði í tröppunum þegar einhver gekk upp... Eiríkur tók í höndina á Helga og Gísli í höndina á Kút, sem var þarna ennþá... tennurnar glömruðu svo hátt í félögunum að veiki fóturinn hrökk undan eldhúsborðinu... einhver var kominn inn til þeirra... þungur andardráttur í nánd og svakaleg lykt fyllti herbergið...
... þá allt í einu kviknaði ljósið, rafmagnið var komið aftur... Gísli, Eiríkur, Helgi og Kútur... göptu af undrun... hver stóð þarna fyrir framan þá; engin annar en... Sigfríður frændi! og hvað var hann eiginlega með í hendinni?
... framhald...
Athugasemdir
ég er að drepast úr spenningi....
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2008 kl. 17:02
Hvenær kemur framhaldið ha? Þá koma örugglega bræðurnir Flengríður og Sprengríður, frændur mínir í kvenlegg. Ég bíð spennnnnn!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.2.2008 kl. 17:51
hehe...ég segi ÖNDINA...eða hvað??mjög spennt að vita..
Agnes Ólöf Thorarensen, 18.2.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.