Milljón rottur

... misjafnt hversu fólk er ánægt með þann stað sem það býr á...

Hér er gott að búa sagði maður við mig í dag, hér hefur aldrei sést rotta...
Ég var náttúrulega alveg sammála manninum, það hlýtur að vera gott að
búa á stað þar sem aldrei hefur sést rotta...

.

ratatouille-021

.

Þetta minnti mig á söguna af kallinum sem var þekktur fyrir að ýkja...

... hann var kallaður Siggi...

Ég kom á öskuhauga einu sinni og þar voru milljón rottur... sagði Siggi...

... nei, Siggi,  sagði sá sem var að spjalla við hann, það getur ekki verið,
 milljón rottur, það bara passar ekki...

ja, þær voru að minnsta kosti 500 þúsund... svarði Siggi...

500 þúsund, nei, Siggi, nú ertu að skrökva...; ja, þær voru örugglega
100 þúsund, hélt Siggi áfram...

og svona lækkaði Siggi sig smátt og smátt með töluna eftir því sem
samtalið varð lengra...

... þetta voru tvær rottur sagði Siggi og var orðin heldur daufur...

Siggi, var þetta ekki bara ein rotta? spurði félagi hans þá.

Jú, svaraði Siggi snöggt, en hún var líka STÓR!

.

 the_duel_cheese_mouse

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekkert að kommenta á rotturnar ....en voðalega er þetta fín mynd af þér

Heiða B. Heiðars, 21.1.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kannast við svona fólk...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.1.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég át einu sinni rottu í austur Afríku.

Það var ágætis matur.

Vilhelmina af Ugglas, 21.1.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gaman af þessarri sögu, sem gefur mér tilefni til að blogga um rottuna heima hjá mér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.1.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það vill nú einnig loða við stangveiðimenn að vera í svipuðum gír og hann Siggi kallinn

Halldór Egill Guðnason, 22.1.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Brattur

... já, Halldór, alltaf sá stóri sem sleppur... við könnumst við það...

Brattur, 22.1.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bíddu, er þetta huggunar blogg fyrir Imbu eða soleiðis? Það er verst að hún stækkar kannski ekkert hjá henni, ef það yrði soleiðis eins og í sögunni þá væri auðveldara að ná henni! Er ekki bara hægt að gefa heni nógu mikið að borða svo hún verði á stærð við hest og þá er hægt að ríða henni út.

Edda Agnarsdóttir, 23.1.2008 kl. 00:59

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ríða henni út Edda, hahahahahahaahhhhhhhhhaa, nú hlæ ég vel og lengi.

Takk fyrir það 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.1.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband