Sálfræðingurinn
13.1.2008 | 23:35
Einu sinni var sálfræðingur sem átti hamstur...
... hamstur þessi kemur ekki meira við sögu... nema hvað hann hét Gulli...
.. yndislegan sólskinsdag rölti sálfræðingurinn út í byggingavöruverslun og keypti fúavörn...
... í dag ætlaði hann að fúaverja grindverkið...
... hann tölti heim sæll og glaður.. klæddi sig í stuttbuxurnar sem hann hafði keypt á Jamacia fyrir nokkrum árum...... og rósótta skyrtu sem honum var alveg sama um... settist á koll við grindverkið, opnaði dósina og hrærði í...
... en obobbobb... hann hafði gleymt að kaupa pensil... hann nennti ómögulega út í búð aftur...
.
.
... fór og bankaði upp hjá Sigursteini nágranna sínum... Sigursteinn var
náttúrulega ekki heima frekar en fyrri daginn... en Fjóla, konan hans kom til dyra
með hárið úfið og stýrurnar í augunum...
... það lagði út úr henni áfengislykt... Nei, muldraði Fjóla, ég á engan helv... pensil...
... svo skellti hún aftur hurðinni á nefið á pensillausa sálfræðingnum...
Sálfræðingurinn hafði fengið hugmynd eftir að hafa séð hárið á henni Fjólu...
...hann fór inn í bílskúr og náði í tvist, vafði honum utan um prik og festi með kennaratyggjói... þarna var kominn þessi fíni pensill... sálfræðingurinn fór inn og náði sér í kalda appelsín ... og svo settist hann á kollinn aftur og byrjaði að fúaverja grindverkið... hann blístraði lag og fannst hann bara nokkuð snjall...
.
.
... Allan tímann sat Gulli hamstur út í glugga og fylgdist með brasinu í sálfræðingnum og skemmti sér konunglega...
... og við sem héldum öll að Gulli hamstur kæmi ekki meira við sögu... ha...
Athugasemdir
Þessi saga er snilld...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 06:31
Ég var auðvitað farin að ímynda mér að tvisturinn væri hamsturinn og hamsturinn tvisturinn, en eins og fyrri daginn tókst þér að villa um fyrir mér.
Þú ert svo góður í að byggja upp sögur, að ég mæli með því að þú toppir Arnald, fyrir næstu jól!
Þú getur það auðveldlega..
Ég er farin út í búð að hamstra fyrir kreppuna
twista síðan heim, niður brekkuna.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.1.2008 kl. 09:28
Góður...
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 15.1.2008 kl. 12:56
Ég hélt ég væri komin með nýjan bloggvin, en þá varst það bara þú Brattur.
Flott mynd af þér Viltu koma í snjókast
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.1.2008 kl. 21:34
?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.1.2008 kl. 21:42
Ert þú hann?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 21:43
Hann heldur þetta bara afþví að þú ert efstur karla á vinalistanum
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.1.2008 kl. 21:45
hahahahaha komst upp um mig
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 22:11
... Gunnar Helgi, ég skil ekki baun?
Brattur, 16.1.2008 kl. 22:13
Er du ham?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.1.2008 kl. 22:15
Ert þú hann?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.1.2008 kl. 22:56
Ert þú hann ?
Svanhildur Karlsdóttir, 17.1.2008 kl. 00:46
Ég sá fyrir mér að sálinn myndi mála með hamstrinum Greinilega búin að horfa á of margar bíómyndir
Ragnheiður , 17.1.2008 kl. 00:47
Þú ert hann! Til hamingju með það
Kolgrima, 17.1.2008 kl. 03:36
Ég var að fatta þetta núna, þú ert hann!!!
Þið eruð nú meiri rúsínurnar ... ...
Maddý (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:38
Ég fékk tölvupót frá Arnfinni um daginn, hann sagðist búa yfir einhverju sérstöku, ætli það sé hann? Ég reyndi að fara á síðuna hans, en það er ekki hægt að kommenta á hana. Ætli Anna bloggvinkona okkar sé að fara með einn skrípaleikinn enn. Hún má það, bæði formaður og sparisjóðsstjóri. Hvað segir þú Gísli minn, ertu alltaf í boltanum eða ert þú hann?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.