Mannætan

.. einu sinni var mannæta... henni var boðið til Íslands og þar óku gestgjafar með hana hringveginn...
og á helstu ferðamannastaði, Gullfoss og Geysi... Mývatn... Haganesvík...

... en eins og gengur þurfti að stoppa á ýmsum stöðum og fá sér að borða... en hvað átti að gefa mannætunni að borða?

... það hafði eiginlega enginn hugsað út í það... nú var ýmislegt prufað... pylsur og hamborgarar... lúða... lambakjöt...harðfiskur

... það var helst hákarlinn sem mannætan gat nartað í, en ekkert annað fannst henni gott... mannætan fór að verða verulega svöng og samferðafólkið fór að ókyrrast, hún horfið orðið svo mikið á handleggi og annað sem sást í á líkömum þeirra...

... það var ekki fyrr en hersingin stoppaði í Þingeyjarsýslunni hjá honum Óla á Hveravöllum að loksins fannst eitthvað sem mannætan gat borðað með góðri lyst... en eins og margir vita, þá ræktar hann Óli á Hveravöllum bestu tómata í heimi...

... mannætan borðaði þrjú kíló af tómötum á nokkrum mínútum, ropaði og sleikti út úr þegar hún var loksins orðin södd..

.

 getfile

 

... skottið á bílnum var fyllt af tómötum og brunað úr hlaði... hlátrasköll glumdu um alla sveit... mannætan var glöð..

... Óli horfði á eftir bílnum sem hvarf í rykmekki niður á þjóðveg og hugsaði...

... hvað í ósköpunum var nú þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Brattur mér finnst að þú eigir að fara út í stjórnmál. Þú skrifar (segir) fullt af skemmtilegum orðum... en ég skil ekki baun.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Brattur

Gunnar... eigi mun ek fara í sjórnmál, þar sem allt er breytingum undirorpið og allt er í heiminum hverfullt... eigi skil ég baunir heldur, enda tala þær fremur óskýrt...

Brattur, 13.1.2008 kl. 12:55

3 identicon

Það var nú gott að mannætan lifði af Íslandsferðina, sumir sleppa ekki héðan lifandi ....

Maddý (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað borgaði Óli á Hveravöllum þér fyrir þessa frábæru auglýsingu sem er nú eiginlega óborganleg?

Eða ertu kannski Óli á Hveravöllum?

Árni Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 14:13

5 Smámynd: Brattur

... hehe... Árni, ekki er ég nú Óli á Hveravöllum... en ég kannast við kappann... þetta er í boði hússins...

Brattur, 13.1.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gunnar Helgi....... þótt þú skiljir ekki baun, veistu þó hvað eru margar baunir í einni hálfdós.  Ég myndi segja að það væri bót í máli. 

Brattur..... má þá skilja það sem svo, að tómatar séu mennskir ?  Kannski bara lítið kafrjótt fólk. 

Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 20:52

8 Smámynd: Brattur

... já,ég held það bara Anna... heitir tegundin þá ekki bara tómaður...

Brattur, 13.1.2008 kl. 21:03

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

506 baunir

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 23:02

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó nei Gunnar...... þú giskaðir á 506 og vannst, þar sem þú varst næstur réttri tölu... en samkvæmt hárnákvæmri talningu minni, voru baunirnar 532.   

Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband