Jóla-undirbúningur
19.11.2007 | 20:43
... það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar jólin nálgast... þrífa... baka... kannski mála einn vegg, eða ofn... fara í klippingu... hraðátak í megrun... kaupa jólagjafir... skrifa jólakort... huga að jólasteikinni... sama í matinn og síðustu jól... hmm... setja skóinn út í glugga... um að gera að trúa á jólasveininn fram í rauðan dauðann...
... svo eru sumir hlutir meira ómissandi en aðrir... hjá mér er það Laufabrauðið... Laufabrauð með kúmeni... ég er alveg viss um að ef ég fengi ekki Laufabrauð með kúmeni... þá yrðu engin jól...
.
.
... svo þarf að tékka á því hvort maður eigi nógu fín jólaföt og í hverju maður ætlar að klæðast undir jólafötunum... hvernig jólaundirbúningi ætla ég að klæðast í ár... það þýðir ekkert að vera glerfínn að utan og svo í einhverjum druslum innanundir... hér kemur jóla-undirbúningurinn minn í ár...
.
.
Athugasemdir
BRATTUR!
Ætlar þú að ferðast með þetta um landið þvert og endilangt, eða ætlar þú að halda þig fyrir norðan? Ef þú gerir það, þá mæti ég milli jóla og nýjárs og fæ að sjá herlegheitin, sé þig á andaÞú verður auðvitað snarstandandi flottur í þessum jólasamfesting, þessvegna kem ég.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.11.2007 kl. 21:06
Imba, ég er alltaf á faraldsfæti um landið þvert og endilangt... verð ekki fyrir norðan um jólin... gott að eiga hlý föt þegar maður er að skottast yfir heiðarnar...
Brattur, 19.11.2007 kl. 22:40
Flottar myndir og flottur jólaundirbúningur. Hvernig væri að við hittumst og tækjum einn skurk af einum umgangi í Laufabrauð?
Edda Agnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 12:21
... Edda... ég gæti lesið upp sögulegu skáldsöguna "Sagan um uppruna Laufabrauðsins" og stráð kúmeni yfir deigið...
Brattur, 20.11.2007 kl. 14:33
Ég kem heim þessi jól svo að þetta verða laufabrauðsjól. En varla með kúmeni, nema það sé amen á undan.
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.11.2007 kl. 19:43
Ertu kúmenkall? Ég er sko ekki kúmenkelling! Ég vil mitt laufabrauð án kúmens. Einu sinni átti ég hálsmen með mynd af belju ... það var mitt kúmen.
Hugarfluga, 20.11.2007 kl. 19:43
(sko, mér finnst broskallar nett plebbalegir, nema þeir standi einir og sér....)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.11.2007 kl. 21:20
Þennan undirbúning toppar enginn Brattur, það er alveg ljóst. Er hér ekki kominn upplagður liðsbúningur fyrir klúbbinn í næstu keppni?
Halldór Egill Guðnason, 22.11.2007 kl. 10:29
Flottur "jóla-undurbúningur"
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.