Aðstoðarmaður óskast
23.9.2007 | 13:51
... ég er í miklum sjálfspælingum þessa dagana... ekki kannski mikið svona andlegar pælingar, heldur hvernig ég er að haga mér í daglegu lífi... er að spekúlera í smáatriðunum varðandi það sem maður er að gera á hverjum degi... ég vigta mig í sundinu á hverjum degi eins og ég hef áður sagt frá... held það hafi verið Hugarfluga bloggvinur sem stakk upp á því að ég vigtaði á mér hausinn... nú er ég búinn að prufa það... og það er sko ekkert auðvelt... en hérna kemur aðferðin:
Setjið baðvogina upp á eldhúsborðið
Setjist á stól
Hallið kinninni á vigtina
Slakið alveg á og hugsið eitthvað fallegt, t.d. um mófugla
Lesið á vogina þyngd höfuðsins
Ég lenti reynda í vandræðum með síðasttalda atriðið... ég var alveg slakur og blístraði eins og lóa, höfuðið hvíldi vel á voginni, en mér gekk illa að sjá tölurnar, ekki mátti ég snúa höfðinu því þá breyttist þyngdin... þannig að ég gat bara hreyft augun... ég rétt náði að sjá einhverja tölu með því að skjóta augunum aðeins út og snúa... aðferð sem ég lærði í gamla daga í skóla og notaði í prófum...
... ég las af voginni... 40 kíló... getur það verið að hausinn á mér sé 40 kíló? ég birti þessa niðurstöðu með fyrirvara... mig vantar eiginlega aðstoðarmann (má vera kona) sem kann að blístra eins og lóa og lesið sómasamlega af baðvogum...
... umsóknir sendist hingað á síðuna, farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál... léleg laun í boði... en mjög stuttur vinnutími... góður mórall á vinnustaðnum...
Athugasemdir
Þú ert snillingur. Er stolt af þér að hafa framkvæmt þessa mikilvægu tilraun, en finnst einhvernveginn ótrúlegt að hausinn á þér sé heil 40 kíló!! Varstu nokkuð með heyrantól, hjálm og logsuðugleraugu þegar þú vigtaðir hann?
Hugarfluga, 23.9.2007 kl. 14:02
Ó Ó Ó !! Heimskur er jafnan höfuðstór.
Anna Einarsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:27
En höfuðþungur?
Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:41
Eru þeir líka heimskir Anna?
Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:41
Já, ég hef það fyrir satt, að kílógramm er grunneining massa og vitið í honum Bratti er samanþjappaður massi
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.9.2007 kl. 17:08
Er hægt að vinna þetta í fjarvinnu?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.9.2007 kl. 17:10
Edda, ég veit það ekki. Þetta þarfnast rannsóknar. Það er annars alveg merkilegt að maðurinn haldi haus.
Anna Einarsdóttir, 23.9.2007 kl. 19:25
Ertu viss, hangir hann ekki örlítið út á hlið Anna.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.9.2007 kl. 20:22
Viltu koma í leik á síðunni minni?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.9.2007 kl. 20:53
Heilinn er eitt og hálft kíló. Hvernig er hægt að koma fyrir 38,5 kílóum í viðbót á ekki stærra statíf? Brattur.: Spegil í réttum halla, alveg eins og með kúluna. Þá getur þú slept aðstoðarmanninum..
Halldór Egill Guðnason, 24.9.2007 kl. 08:15
...ég er auðtrúa Brattur,
gæti alveg trúað því að hausinn á þér sé 40 kíló, held að það sé bara svo ótalmargt í honum.
Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 17:53
Brattur er með ótalin gígabæt í hausnum og þau vega þungt, eðlismassinn er svakalegur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.9.2007 kl. 18:25
... ég er eiginlega sammála Mörtu.. það er svo margt í hausnum á mér að það getur alveg passað að hann sé 40 kíló...
Brattur, 24.9.2007 kl. 23:36
Þú hugsar svo mikið og hugsanir VEGA ÞUNGT....Alltaf gaman að kíkja á pælingarnar hjá þér MT
Hulda Margrét Traustadóttir, 25.9.2007 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.