... 3. kafli Steinninn
15.9.2007 | 23:42
... leiðin að stóra steininum var lengri en litli karlinn hafði haldið, hæðir og hólar og svo aðrar hæðir og hólar... hann var eiginlega orðin kúfuppgefinn þegar hann kom að stóra steininum... settist niður og hallaði sér að honum og kastaði mæðinni... svo stóð hann upp og gekk í kringum steininn... hvar skildi ég eiga að banka... hugsaði litli karlinn... á einu stað voru skófirnar bláleitar og allt öðruvísi en annars staðar á stóra steininum... þar bankaði litli karlinn blítt, fjögur högg... ekkert gerðist... litli karlinn klóraði sér í höfðinu og strauk skeggið... þá allt í einu byrjaði jörðin að skjálfa undir fótum hans og hann stökk til baka, óttasleginn... rifa kom í steininn þar sem bláu skófirnar voru og hann opnaðist með ískri og hávaða... litli karlinn hafði ekki mjög stórt hjarta, en það sló nú af öllu afli og vildi flýja frá þessum ósköpum... en staðfestan í brjósti litla karlsins sagði; þú verður að standa þig og horfast í augu við það sem er að gerast ef þú ætlar að ná gullfiskunum...
... og litli karlinn horfði því allt í einu í augun við blátt andlit sem birtist í opnum steininum... það var fagurblátt eins og skófirnar... hvað vilt þú litla mannvera, sagði bláa góðlega andlitið... ég er á leiðinni að vitra grenitrénu; sagði litli karlinn, getur þú vísað mér veginn þangað; vitra grenitréð veit hvar ég get fengið gullfiska í tjörnina mína...; steinandlitið svaraði;hérna fyrir aftan okkur er fjórar götur; ein greið leið sem vísar þér að grenitrénu, en hinar þrjár eru allar villigötur, sagði fagurbláa andlitið... þegar þú stendur fyrir framan þær allar, þá er það hjarta þitt sem segir þér hver þeirra er rétta leiðin...
... litli karlinn þakkaði fagurbláa andlitinu í steininum fyrir ráðið og gekk bak við hann þar sem hann fann upphaf fjögurra slóða... litla hjartað í honum hafði róast og nú spurði litli karlinn það; hjartað mitt...hvaða leið á ég að velja...
(sögulok í næsta kafla....)
Athugasemdir
Láttu hjartað ráða för, nú færist spenna í leikinn, hvað segir hjartað?
Vilborg Traustadóttir, 15.9.2007 kl. 23:47
Alveg hjartanlega sammála Vilborgu
Marta B Helgadóttir, 16.9.2007 kl. 01:29
Dreymi þig vel Brattur. Svona eins og eitt stykki góðan endi....
Halldór Egill Guðnason, 16.9.2007 kl. 02:48
Krúttlegt! Ég er búin að sjá allskonar framhald á þessu þegar þessari sögu lýkur.
Segi þér það seinna! "smjúts"
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 08:44
Er litli karlinn að tala við andlit í steini ? Var það við svona aðstæður sem fundið var upp orðatiltækið "Grjóthaltu kjafti" ?
Anna Einarsdóttir, 16.9.2007 kl. 09:34
... ja, hvað segir hjartað... hmm... og finnur litli karlinn grenitréð og gullfiskana... ég veit ekkert... og þó svo ég vissi eitthvað þá myndi ég steinþegja... en sá sem bjó til þessi orð steinþegiðu og grjóthaltu kjafti hann vissi ekkert um það að steinarnir gætu talað...
Brattur, 16.9.2007 kl. 10:35
Spennan að verða meiri og meiri.....góð saga, hefur eitthvað mikið og merkilegt á bak við sig !!! Sendi þér smá sögu útaf myndinni......Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 16.9.2007 kl. 11:52
Urð og grjót,
Ég mun fylgjast með
SMJÚTS!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.9.2007 kl. 16:36
Frábært og verður frábærara. Ég þykist þegar búin að finna boðskap í verkinu, en bíða eftir endinum til að setja allt í heimspekilegt samhengi...!
Steinþegja = þegja eins og steininn, sem venjulega talar ekki, nema maður hafi reykt njóla... Ellegar hvussu hvums?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:57
Alltaf skal ég vera neðst í öllum kommentaflokkum og enginn skrifar á eftir mér. Er allt svona ómerkilegt sem ég skrifa? Snökt, snökt, sjálfsvorkunn, kvart, kvein.
Ætla í sögulokin núna....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.9.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.