Og svo skein sólin
9.9.2007 | 15:38
... síðbúið sumarfrí hjá mér er nú á enda og við tekur vinna og aftur vinna... ég hlakka til að byrja aftur og er búinn að hlaða batteríin vel, held ég... búinn að tæma hugann með allskonar uppátækjum og tilbúinn í slaginn aftur... hugsanlega þýðir það líka minna blogg hjá mér... en við sjáum hvað setur með það...
... úti blása svalir haustvindar, en þó eftirsjá sé í sumrinu, þá er alltaf eitthvað til að hlakka til þegar veturinn gengur í garð... og svo áður en við vitum er komið sumar aftur...
.... en er ekki líka málið að lifa í núinu, lifa daginn í dag; eða eins og John Lennon sagði í texta; tíminn líður meðan þú ert upptekin að gera framtíðarplönin...
Og svo skein sólin
Það varð hvellur
svo stór
að hann lifði
um aldir
Þá varð þögn
svo djúp
að það sást
ekki í botn
Þá blésu vindar
svo grét himinn
og vatnið óx og óx
og grasið óx og óx
Þá varð hvellur
svo stór
þá komst þú
og svo skein sólin
Athugasemdir
Tek heilshugar undir að lifa í lífinu, og leyfa sér að gera það sem manni langar til, láta drauminn rætast. Leyfa líka "barninu" í sér að vera til.
....og svo skein sólin... mjög djúpt og MJÖG flott...... Takk fyrir og haltu áfram Brattur, gaman að lesa skrifin þín.
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 15:58
lifa lífinu - ætlaði ég nú að segja
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 16:12
Rosalega flott ljóð !
Ég er komin með lagið þitt á heilann...... sem er bara fínt mál. Ekki amalegt að sitja í þögn og hlusta á gott sjálfspilandi lag úr kollinum.
Anna Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 16:56
Djúpt ljóð. Ég öfunda þig ekkert að byrja vinna, en það hefði verið skemmtilegra ef þú værir en í fríi og gætir haldið áfram á fullu að taka þátt í bullinu hér á blogginu. Sérstaklega í kommentunum!
Edda Agnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 18:11
Að eiga því láni að fagna, að mega mæta til vinnu eru forréttindi, sem ég met mikils Til hamingju Brattur!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 21:04
Er líka að byrja vinnu eftir síðbúið sumarfrí og hef aldrei á ævinni haft meira að gera!! Svo er ég reyndar með hjartfólgna gesti hjá mér, sem ég auðvitað þarf að sinna. Takk fyrir fallegt ljóð, þú ert kominn í flokk uppáhaldsljóðskáldanna minna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:34
... takk fyrir að að finnast ljóðið mitt gott... það þykir mér vænt um... og að vera í flokk uppáhaldsljóðskáldanna þinna Guðný Anna... er mikill heiður... fer að sofa með ánægjubros á vör...
Brattur, 9.9.2007 kl. 21:48
Leit við og naut lestursins að vanda. Fallegt ljóð. Takk Brattur.
Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 09:20
Leit við og naut lestursins að vanda. Fallegt ljoð. Takk Brattur.
Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 09:22
Virkilega fallegt ljóð, Brattur! Takk fyrir mig.
Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 12:04
Ljóðið flott, gaman að þessu. Ekki spurning að ég bíð spennt eftir ljóðunum fjórum sem eru á dagskrá.....annars, ekki eins slæmt og maður heldur að byrja að vinna aftur eða hvað ??? Var svolítið eins og "útúr kú" þegar ég mætti eftir fríið og þurfti að fara að "controla" allar skvísurnar upp á nýtt....en í dag er ég eins og ég hafi bara alltaf verið þarna og aldrei farið neitt, ekki á Vestfirði, ekki útá svalir að mála.......æ, þú veist....... Spurnig hvort maður ætti að láta það eftir sér að leita á önnur mið....með vinnu......???? Er farin að hugsa alltof oft þannig....Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 19:59
hæ Magga... já, nú fer eitthvað að gerast í okkar málum, finn það á mér... ég er kominn á fullu í vinnuna og þá lifnar maður allur við... oft erfitt að vera í fríi... maður á að skipta um vinnu þegar maður hefur ekki lengur gaman að henni... eða þannig... það hafa ekki allir mikið val... en ég er allur að koma til og þú heyrir fljótlega frá mér...
Brattur, 10.9.2007 kl. 20:26
Gott að heyra að þú ert farin að huga að verkefninu, gangi þér vel. Fer fljótlega að negla niður sýningartíma ! Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.