Eitruð peð

... jæja þá er undirbúningur minn fyrir stóra skákmótið, skákmót bloggara með tattoo, að hefjast... ég er að pakka keppnisbúningnum niður í tösku, en þarf að passa mig á að hafa nóg pláss fyrir góða skapið, því eins og Arnfinnur bloggvinur segir; góða skapið getur tekið svo helv... mikið pláss...

... árið 1972 var sögufrægt einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák haldið í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardalshöllinni... það var mikil spenna og rómantík sem sveif yfir borginni á þessum tíma og í skákheiminum öllum...

... þeir sem mættust voru Boris Spassky, þáverandi heimsmeistari frá Sovétríkjunum, sem þá voru og hétu, og svo Robert James Fischer... kallaður Bobby... Spassky var mikill herramaður og ekki mikil læti í kringum hann... Bobby var hinsvegar óþægi strákurinn og stöðugt til vandræða... ég hélt með Fischer, það var eitthvað rosalega heillandi við þennan stormsveip sem fór sínar eigin leiðir...

... í þriðju skák einvígsins (held það hafi verið hún, en skrifa þetta bara eins og ég man það)... þá var komið út í endatafl og skákin steindautt jafntefli, keppendur með sinn biskupinn hvorn á borðinu og örfá peð... þá kemur þruman... Fischer drepur svokallað eitrað peð... Spassky lokar biskupinn inni og vinnur skákina... hvernig í ósköpunum stóð á því að Fischer lék þessum leik sem allir sáu að var tapleikur... því er erfitt að svar, en kannski var það vegna þess að hann þoldi ekki lognmollu... þoldi ekki jafntefli... það varð að vera allt eða ekkert....

... þannig hef ég undirbúið mig, hugsa bara "allt eða ekkert"... eigi skal haltur ganga þó af sé höfuðið... nú finn ég að ég er að verða mannýgur og tilbúinn í slaginn...

Skák 

... aðrir keppendur hafa verið að undirbúa sig með ýmsum hætti... farið í Yoga, keypt ný lök á rúmin sín til að sofa betur, og jafnvel stangað hús til að hrista upp í heilasellunum á sér...

...ég veit að þegar út í keppnina verður komið verður öllum brögðum beitt...ég segi hér eitt að lokum til væntanlegar keppenda TATTOO mótsins...

... ekki drepa peðin mín... þau eru öll eitruð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur orðinn mannýgur.    Ég ætla pottþétt að  mæta með hjálm.  Ahhh, nú hressist ég öll...  ....... rosalega er ég spennt að sjá svipinn á honum þegar ég kála peði og öðru....

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Brattur

Anna, Anna... peðin eru baneitruð, vertu a.m.k. með gula gúmmíhanska...

Brattur, 6.9.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Dr. Jekyll og Mr. Hyde? Brattur......þú skelfir mig Eigum við ekki annars fyrstu skákina móti hvor öðrum? Þú manst plottið.....(verum ekkert að hafa hátt um það). Móteitrið er innsiglað í stáhylki, sem nota á gegn eitruðu peðunum. Varstu ekki annars búinn með verðlaunin? Ég verð úti í skúr fram á kvöld að mála. Get bara upplýst nafnið á "málverkinu"....það heitir "TUNDUR" og er nafnið tilkomið af því að það er sko SPRENGJUMÓT framundan

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Iss....... ég læt biskupinn um verkið..... hann blessar þau fyrst og sendir þau svo út að leika.

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 19:39

5 Smámynd: Brattur

Halldór... við erum með samning, allt í góðu með það... TUNDUR... ja, nú held ég að það sé ég sem titra...

... biskupinn er áhrifamikill Anna og kann mörg brögðin... ef hann er þá á annað borð enn lifandi...

Brattur, 6.9.2007 kl. 20:03

6 Smámynd: Brattur

... það skemmir ekki að fara með faðirvorið... og svo er bara að treysta á sjálfan sig þegar út í alvöruna er komið...

Brattur, 6.9.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þið verðið nú öll lafhrædd, þegar ég kem gjörsamlega grímulaus úr afmælinu hans Óla.  Ég er hinn fæddi sigurvegari, enda heitir bloggsíðan mín Sigur- Björg

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 20:40

8 Smámynd: Brattur

... nú eru allir orðnir hræddir við alla... virkilega gaman...

Brattur, 6.9.2007 kl. 20:44

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er hætt að reyna að fara með Faðir vorið, en ég skal uppljóstra leyndarmálið á bak við lán mitt fyrr og síðar.  http://www.desertwebcenter.com/YouNeverWalkAlone.html og hátalarana í botn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 20:46

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Brattur, ertu búin að skrifa niður reglurnar?  Hvenær á annars að segja Yes?

Annars eru nokkrar gamlar og úreltar reglur á síðunni minni, stolnar og styttar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 20:53

11 Smámynd: Brattur

... Imba hef alltaf sagt það og segi enn... þetta er dásamlegur texti og lag... og ég get alltaf tekið undir þegar það er sungið... held að margir United menn, sem ég er, myndu aldrei þora að viðurkenna það... en veistu að þetta lag er upphaflega úr söngleik eftir þá Rodgers og Hammerstein, sem að því ég best veit voru Bandaríkjamenn... söngleikurinn heitir Carousel... bara svona fræðsluhorn dagsins...

Brattur, 6.9.2007 kl. 20:56

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég mum taka fjölskyldugaffalinn á ykkur öll nema Ægi.  Á hann mun ég bara nota fyrirlitna bragðið, kannski ég nefni það bara óbragðið. Hann á eftir að lúta í gras, skal ég segja ykkur.  Samt ef hann verður líka búinn að ryksuga (hann var að þurrka af í dag) þá leyfi ég honum að draga drottninguna mína út af borðinu.

Það er svipað og tefla með annað augað í pung.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 20:57

13 Smámynd: Brattur

... Imba hver keppandi fær reglurnar í sínar hendur á keppnisstað... smá breytingar orðnar hér og hvar... Hr. yfirdómari og Hr. eftirlitsdómari munu fara yfir reglunar áður en mótið hefst...

Brattur, 6.9.2007 kl. 20:58

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Imba..... mig vantar NAFN á verðlaunin þín gæskan..... ?

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 20:59

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert þá ekkert að segja ósatt(þýðir að ljúga).  Þú ert einn viskubrunnur.  Ég er bara blók, sem kennd er við kennara.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 20:59

16 Smámynd: Brattur

... kannski endar þetta með blindskák, Imba... ég er búinn að stúdera þig svolítið og er ekki frá því að ég noti súkkulaðibragðið á þig...

Brattur, 6.9.2007 kl. 21:00

17 Smámynd: Brattur

... Anna, ég er búinn að breyta verðlaununum mínum...

Brattur, 6.9.2007 kl. 21:01

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hér færð þú nafnið á verðlaununum. „Dásemd í plasti“. Innpakkað úr náttúrulegum efnum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:01

19 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Innpakkað í en ekku úr

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:01

20 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það þarf ekkert að stúdera mig, ég er eins og opin bók, sem allir vilja lesa.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:05

21 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er ég tekin yfir hérna að kommenta, best ég fari að drífa mig heim í háttinn

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:06

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir nafnið Imba....... þetta er alveg að skríða saman.... og þá veit ég hver fær hvað.  Brattur,, breyttist nafnið líka..... eða bara verðlaunin ?

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:07

23 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Má ekki koma með tvenn verðlaun, því að ég hirði hvort sem er öll, þannig að mér finnst skemmtilegra að leggja extra með mér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:10

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú mátt koma með fullt fangið af verðlaunum Imba....... ekki málið. 

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:12

25 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fínt, ég þarf að taka til í geymslunni, fer heim núna og dríf mig í verkið

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:15

26 Smámynd: Brattur

nafnið líka Anna... er enn að vinna í þessu... hvernig hljómar "Tárin hrynja"...

Brattur, 6.9.2007 kl. 21:18

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það hljómar frekar sorglega. 

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:28

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var samt mest búin að hlakka til að sjá þín verðlaun...... þau upphaflegu..... það hljómaði eins og eitthvað sem ég hef aldrei áður séð !

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:29

29 Smámynd: Brattur

... Anna, ég skal lofa að hafa aukaverðlaun... þau upphaflegu... ekki málið...

Brattur, 6.9.2007 kl. 21:32

30 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fór ekki heim, skipti bara um stofu, er að reyna að græja Smart töfluna, Dauði og dj. ég er að missa tödddsið á tækninni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 21:48

31 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Glæsilegt !  Mega þá hin verðlaunin þín heita það sama eða ?

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:48

32 Smámynd: Brattur

... já, Anna höldum okkur við það upphaflega...

Brattur, 6.9.2007 kl. 21:56

33 Smámynd: Brattur

ja, mála Jana... ekki mála ég því ég er eiginlega ekki það sem er kallað að vera handlaginn... þegar ég var í handavinnu (heitir víst smíði í dag) var okkur fengið það verefni að gera Hansahillur (ef einhver veit hvað það er)... blessuð hillan þurfti náttúrulega að vera hornrétt og þá þurfti maður að hefla... ég heflaði og heflaði þessa einu spýtu allan veturinn en náði henni aldrei hornréttri og um vorið þegar allir aðrir sýndu flottar spónlagaðar Hansahillur, þá var einn sem sýndi bara spjót...

Brattur, 6.9.2007 kl. 22:00

34 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha   Þú ert svo mikill frummaður.

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 22:04

35 Smámynd: Brattur

... alveg rétt Anna, ég er frummaður, þess vegna varð spjót úr þessari hillu...

Brattur, 6.9.2007 kl. 22:19

36 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Svo svakalega kvöldsvæfur þessa dagana. KL.1900 hjá Ægi.!!!!!Þeir sem ekki mæta........tja dæmi hver fyrir sig

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2007 kl. 22:58

37 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var greinilega komin tími til að kippa þessu í liðinn með  bloggvinatengingu miða við kommentin hér fyrir ofan!

Takk annars fyrir síðast og ég er búin að senda beiðni.

Edda Agnarsdóttir, 8.9.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband