Af hverju er ekki alltaf sumar?

... var að koma heim eftir hálfs dags veiðiferð í Eyjafjarðará... veiðin ekkert sérstök, 2 bleikur og 1 vænn urriði... tók bleikjurnar á Bloody Mary... uppáhalds púpuna mín í bleikju... ein besti ráðgjafi minn rálagði  mér að nota bleikt í bleikju, líkur sækir líkan heim, sagði þessi góði ráðgjafi... nú sendi ég honum aðra bleikjuna og helminginn af urriðanum í pósti á morgun... og kannski nýjar kartöflur með, aldrei að vita... hann (ráðgjafinn) á alltaf svo mikið inni hjá mér...

... en þrátt fyrir frekar dræma veiði var dagurinn góður, Eyjafjörðurinn fallegur í sumarblíðunni... og krían, uppáhalds fuglinn minn heimsótti mig og var með einhver látalæti, en þetta var bara í nefinu á henni eins og venjulega... skjattagrey sat á þúfu rétt hjá og því þurftu foreldrarnir að passa hann...

... á leiðinni heim þegar ég keyrði í gengum þetta magnaða sumarkvöld hugsaði ég; af hverju er ekki alltaf sumar... sumarið er einhverskonar frelsi... maður kemst miklu meira um... sefur minna, verður kærulausari, hamingjusamari... og æskuminning kemur upp í hugann...

Við Kleifarhorn

Það er júní
það er nótt

vakan klukkan fjögur
klæða sig í skyndi

fram í þvottahúsi
bíður veiðistöngin
klár í slaginn
stinga sér í strigaskó
hnýta reimar
rjúka út

hnusa út í loftið
veiðilykt í andvaranum

Þú vinur minn
tilbúinn við hliðið
eins og um var samið
ekkert talað
báðir æstir
báðir ungir

hjólað á fullu
út í Kleifarhorn
hlaupið á fjörusteinum
út að klettunum

háflæði
sjórinn útblásinn
eins og ófrísk kona
fullur af lífi

og við báðir
þráðum að kast út
finna silunginn
taka blinkið
kippa í
sveigja stöng
strekkja línu


sjá´ann stökkva
draga að landi
blóðga
rautt kalt blóð
litar hendur
ilmar betur
en nokkur rós

og við svo sælir
og við svo ungir
og við
svo mikli veiðimenn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú átt bara að hafa sumar í hjartanu allt árið. 

Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Brattur

... já er það ekki bara... gróðursetja einhverja fallega plöntu í hjartanu og þá er alltaf sumar...

Brattur, 24.7.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Kvöldið Ægir.   Engin prakkarastrik í kvöld ?

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:06

4 Smámynd: Brattur

... allir slakir í kvöld... samt örlaði á ljóði í þessu hjá honum Ægi...

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi, ég kemst ekki inn á mitt blogg.... verðum að vera hérna.  Þeir eru sennilega búnir að sjá Barcelona-sjarmörinn. 

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kemur snjóhvít mynd hjá mér.... eins og jól bara !

Hvað er að frétta Ægir.  Ertu nokkuð ennþá að fara hjá þér ?

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:12

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur fór í bleikju að henda

hann býsnin öll er natinn 

Ætlar svo með pósti að senda

stelpunni fisk í matinn

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:16

8 Smámynd: Brattur

... Ægir hlýtur að sofna sæll og glaður eftir trakteringarnar sem hann fékk hjá þér í dag, Anna... og svo vaknar hann örugglega brosandi í fyrramálið líka... það er svo gott að fá strokur...

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:17

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vona að þú fyrirgefir mér Ægir, að ég hafi dregið alþjóð með þér á klóstið ?

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:17

10 Smámynd: Brattur

Glöð hún bíður

við potta sína

bleikju sýður

stelpan fína

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:22

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

HA !  Sagði ég það ?    Hvað var ég nú að bulla ?  Farin að kíkja á málið.

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:22

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Ægir, við mættumst í dyrunum þaddna.   Þú varst að koma af klóstinu... og svo fórstu úr brókunum síðar, þegar þú varst að skipta um föt fyrir skákmótið.  En hvað var ég annars að gera heima hjá þér þegar þú varst að skipta um föt ??

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:25

13 Smámynd: Brattur

... Anna... þetta er rétt hjá Ægi... var þetta ekki í ljóðabununni heima hjá Halldóri?

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:25

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó.... verð ég að ryðjast inn þar líka.    Mikið að gera !

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:27

15 Smámynd: Brattur

... fundið:

Er sumarið kom yfir sæinn

síðla, þá kom það á daginn

að Ægir er mjög svo handlaginn

Hann leynir á sér aðalgæinn

Er saman við fórum á klóst

og tókum inn með okkur póst

Svo lásum við fréttir á meðan

við gerðum svolítið að neðan. 

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:28

16 Smámynd: Brattur

... góða nótt Ægir...

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:29

17 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Gargandi snilld Brattur

Arnfinnur Bragason, 25.7.2007 kl. 00:29

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Við"  þýðir ekki ég og Ægir.  Nóvei !  Hann dundaði sér við fúgurnar mánuðum saman og það kemur fram í fyrstu fjórum línunum...... svo er hitt um mig og Kristjönu. 

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:31

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góða nótt Ægir !

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:32

20 Smámynd: Brattur

... OK Anna... það er náttúrulega alltaf best þegar skáldin útskýra verkin sín sjálf... þá er þetta komið á hreint og öllum vangaveltum um eitthvað annað vísað upp á hálendið...

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:33

21 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Góða nótt Ægir það bíður bjór eftir þér um helgina

Arnfinnur Bragason, 25.7.2007 kl. 00:34

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jess....... jæja, Ægir er skynsamur.  Ég tek hann til fyrirmyndar og fer að sofa líka.

Góða nótt strákar..... meira á morgun. 

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:36

23 Smámynd: Brattur

... góða nótt...

Brattur, 25.7.2007 kl. 00:37

24 Smámynd: Arnfinnur Bragason

GÓÐA NÓTT

Arnfinnur Bragason, 25.7.2007 kl. 00:38

25 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já góða nótt allir hér og Brattur, hljómsveitin hans Dadda Júll hét Stormar....

Vilborg Traustadóttir, 25.7.2007 kl. 00:42

26 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki viltu sleppa jólunum og jólasnjónum Brattur

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.7.2007 kl. 20:17

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Júbb..... Brattur hellir þær fullar og býður svo uppá rauðvínslegin lax og þessháttar góðgæti. 

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 20:18

28 Smámynd: Brattur

... Góða kvöldið... Bloody Mary er rosalega lítil falleg veiðifluga... skal bara mynda hana og sýna ykkur... sko málið er að fara mjög varlega að bleikjum... læðast aftan að þeim og henda góðgætinu upp í strauminn... það heitir að veiða "Upstream" stelpur... mikið atriði er að vaða ekki yfir tökustaðinn áður en ballið byrjar...

Brattur, 25.7.2007 kl. 20:22

29 Smámynd: Brattur

... la Douche... ég er eignilega ekki mikið jólabarn... alltof mikið stúss kringum nokkra daga... hef hinsvegar samið jólasögur og jólakvæði sem ég geymi til betri tíma... en væri ekki betra ef að sumarið væri 51 vika og veturinn bara 1...

... Jana... ég held líka að þú sér álfur, en rosalega góður álfur samt

Brattur, 25.7.2007 kl. 20:29

30 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Í Svíþjóð veiðum við lax í fallegum ám án þess að borga nema í versta falli túkall!

Það kalla sænskir "allramannarétt".

Hvað er að gerast á Íslandinu góða?

Hvar er okkar allramannaréttur = hugsjónin um sameign og samvinnu?

Hvaða auðvaldspúkar ríða þar röftum?:

 ------------------------------------------------------------

Sú er margra skoðun, en þykir ekki fín að jörðin sé hvorki eign þín, eða mín. Heldur sé hér einhverskonar sameignarstefna, sem engin veit hvernig virkar og engin kann að nefna. Ó, þetta er að verða eins og kvæði um köttinn. Þú manst kannski eftir kvæðinu - um köttinn með höttinn?:

----------------------------------------------------------------------

Annars vildi ég bara færa ykkur dálitla stöku.

Vona að hún haldi ekki fyrir ykkur vöku:

 -----------------------------------------------------------------

Í náttúru Íslands Skrattinn skálmar.

Skjálfandi lýðurinn buktar og mjálmar.

Þar eru auðvaldsins sungnir sálmar.

Svigna þar járnblendnir-álklæddir pálmar. 

---------------------------------------

Lifi Fjalldrapinn (og eins og anna segir = " og öll hans ætt"):

Ásgeir Rúnar Helgason, 25.7.2007 kl. 20:38

31 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þetta Ásgeir... kjörorðið er komið í "Lifi Fjalldrapinn og öll hans fjölskylda"!!!

Þetta er að vera fúlt með veiðina, venjulegir íslendingar hætta bráðum að geta veitt í þessum ám okkar, þar verða bara auðmenn og gestir þeirra, sem veltast um fullir á bökkunum og kunna ekkert að veiða... náttúrulausir peningakallar... æiii... nú var ég skyndilega reiður... sorry

Brattur, 25.7.2007 kl. 20:48

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vertu kátur..... þið skákmennirnir eigið póst...... smá innlegg fyrir mót.

Ég kem eftir hálftíma.

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 20:55

33 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brattur, ætti maður að segja Mannvitsbratti, ég vil líka kaupa ljóðabækur eftir þig! Ég er að verða háð þessu. Kleifarhornsljóðið er enn ein perlan. Sveimérþá. Góða nótt, sumarbörn...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.7.2007 kl. 22:19

34 Smámynd: Brattur

Butterfly

Brattur, 26.7.2007 kl. 23:49

35 Smámynd: Brattur

Brattur, 27.7.2007 kl. 00:04

36 Smámynd: Brattur

<p align="center"><br><embed src="http://gtext.hotlink-bumfiles.com/glittertext/show.swf?message=Goda%20nott&font=fonts/plainn_lib.swf&glitter=glitters/glitter23.swf&swfHeight=91&bevel=1&shadow=1&glow=1&blur=0&fade=0&blink=0&fontsize=53&num=23" quality="high" wmode="transparent" width="280" height="91" name="glitters" align="middle" allowScriptAccess="never" type="application/x-shockwave-flash" pluginspage="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer" /> </embed><center><a href="http://www.hotlink-bumfiles.com/" target="_blank"><small>Create Your Glitter Text</small></a><br></center></p>

Brattur, 27.7.2007 kl. 00:41

37 Smámynd: Brattur

Glitter Text Generator

Brattur, 27.7.2007 kl. 14:24

38 Smámynd: Brattur

Brattur, 27.7.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband