10 ljóð komust í úrslitakeppnina!

Þá hefur Brattur lokið störfum... í keppninnin "Who will be the next greatest poet in Iceland, ever"

Þessi ljóð komust í 10 ljóða úrslitin... Brattur segir í umsögn sinni að valið hafi verið erfitt, MJÖÖÖÖÖÖÖÖG erfitt... úr þvílíkum eðalljóðum var að velja... 

En að lokum var þetta niðurstaðan... það sem skipti sköpum var að á einn eða annan hátt snertu þessi ljóð viðkvæma strengi í dómaranum... hann ýmisst táraðist, eða fann til í hjarta sínu... eða grét... úr hlátri...

Brattur gerðist svo djarfur að gefa hverju ljóði nafn, sem þau höfðu ekki áður.

Ljóðin birtast í handahófskenndri röð...

...annaðkvöld verður svo skorið niður í 3 ljóð og sigurljóðið opinberað á fimmtudaginn og verðlaun tilkynnt:

 Ég sakna þín Brattur

Ég sakna þín Brattur svo ósköp heitt,
nú drengirnir tættir af (kven)vörgum.
Í kvöld var það kvenkynið fríítt, en hárbeitt,
sem snaraði drápum fram mörgum- og.....
Halldór gat ekki neitt.

(Halldór)

Ég beið þín lengi, lengi

Ég beið þín lengi, lengi
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín
ó ég er að verða snaróð
ó ég skammast svo mín
ó ég meiddi mig í fingur
ó ég er jú vitleysingur
en svo kemur þú á bloggið
hér á bloggið til mín. 

(Anna)

Brattur mjólkurkex

Brattur borðar mjólkurkex
og svo hann hugsar mikið
kannski vill hann núna sex
bita af norðlensku hangikjöti

(Anna)

Prósaljóð um baðferð.

Þegar baðið þú skellur þér í
Hann Ægir skilur ekkert í því
Að andlit þitt ljómar
Og brátt fara að hljóma
Fegurstu tónverkin þín.
Hann undireins undirbýr það
Að komast til þín oní bað
Læðist inn fyrir hurð
Það heyrist örlítið kurr
Og Ægir brátt ekki er þurr.
Nú svamla þeir þarna í kór
Brattur er ekki rór
Skild´onu langi í bjór
Hann er orðin svolítið sljór.
Að endanum brátt eru mættir
Glaðir og rosalega sáttir
Við skellum nú steik á pönnu
Og berum á borð fyrir Önnu

(Kristjana)

Folinn. 

Nú er Brattur bjartur í lund
og ber að ofan.
Skyld'ann ætla að skjótast í sund
og sýna folann

(Ægir)

Mý á taði.

Engin læti eru í mér,  Inga 
mér auðvelt reynist iðulega að
laða að mér skáld og snillinga
þeir koma eins og mý á tað

(Anna)

Andskotans aspirnar.

Dóri með Ösku að pissa fór, (Altso Ösku)
var lengur en til stóðu efni.
Þurfti nefnlega að vökva tré stór,
hverrar tegundar ekki nefni. (Andskotans aspir)

(Halldór)

 

Vangadansinn.

Dóri var dapur og bað um hjálp
í dansi við dömur góðar.
Ægir tók vals og vangadans
Við það, þær urðu óðar.

(Ægir)

Klóstið.

Stelpan varla á lyklaborð kann
eða jú hún er bara klaufsk á bloggið
ég skyndilega þörf hjá mér fann
að fara snöggvast á klóstið

(Kristjana)


Höfuðlausn.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær
Hér var partýið í gær, já í gær
ertu ekki að far´að koma heim
Höfuð, herðar, hné og tær, Brattur kær

(Anna)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vííííí....... jíhaaaaaaaaaaaa

40% líkur á að ég verði löglegur eigandi bjórkassa af bestu gerð - sem ég drekk þá alein og verð ferlega skemmtileg af. 

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Brattur

Ægir... já það eykur líkurnar á að þú vinnir ef þú ætlar að mæta í skotapilsi...

Anna... í hverju ætlar þú að mæta... þú er sæmilega sigurviss, sé ég....

Brattur, 17.7.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

40/60 eru meiri möguleikar heldur en í Happadrætti Háskóla Íslands.

Mæta ?   Ehhhh.  Það veit ég ekki !

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Brattur

já, væntanlegur klæðaburður keppenda geta skipt máli... það væri nú gaman að sjá Ægi í skotapilsi...

Brattur, 17.7.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það verður gaman að sjá hann í pilsi.    Hann má ráða hvers lenskt það er.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fáið þið svona "Stack overflow" í línu 0 ?  Er að leita að línu 0 núna.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Brattur

já, Anna, ég er búinn að vera í þessu brasi í kvöld... prufaði að endurræsa og þá varð þetta betra... hélt fyrst að þetta væri út af öllum kveðskapnum í gærkvöldi...

Brattur, 17.7.2007 kl. 22:48

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held við séum búin að yfirfylla moggabloggið.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Brattur

Ægir... róa sig... róa sig... það er allt moggabloggið að fara á hliðina...

Brattur, 17.7.2007 kl. 22:52

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heyriði strákar !  Svo fer ég að heiman árla á fimmtudagsmorgun - í hestaferð - og kem heim aftur á sunnudag, einhvern tíma. 

Ég þori varla að fara. 

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:55

11 Smámynd: Brattur

Noh... á ég þá ekki að fllýta úrslitunum... svo þú njótir ferðarinnar betur....?

Brattur, 17.7.2007 kl. 22:57

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Abbababb   "njóti betur" ?  ÉG ER BÚIN AÐ VINNA !!!!!!!

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:00

13 Smámynd: Brattur

bíddu bíddu... hvernig fékkstu það út????

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:01

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bara með bjartsýni.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:04

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Annars er algjört aukaatriði hver vinnur..... bara ekki Ægir. 

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:05

16 Smámynd: Brattur

... já að er gott að vera bjartsýnn... hvort er það heiðurinn eða bjórinn sem þig langar meira í???

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:07

17 Smámynd: Brattur

Dóri og Kristjana voru nú ansi hörð... nefni ljóðin Klóstið og Andskotans aspirnar...

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:08

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bjórinn ! 

Nei, djók maður.  Sko.... hætt að kjánast í átta sekúndur...... þótt það væru engin verðlaun, hefði ég ekki viljað missa af þessu.  Vil fleiri ljóðasamkomur hið fyrsta.  Þetta var baaaara gaman.

og nú fer ég aftur að kjánast.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:09

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En hvar eru allir ?

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:10

20 Smámynd: Brattur

... allir eru farnir... já, það þarf að endurtaka þetta fljótlega... ekkert nema gaman að svona... (en ekki fyrir alla!)

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:13

21 Smámynd: Brattur

Ægir, Anna er hrædd um að tapa fyrir þér, þess vegna lætur hún svona...

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:14

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 elsku Ægir..... ég þarf að fá útrás fyrir stríðni.... só só sorrý. 

Þú ert svo skemmtilegur.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:16

23 Smámynd: Brattur

... og öll dýrin í skóginum urðu vinir... um stund...

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:18

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við verðum sko alltaf vinir,, þessi fimm fræknu.  

Það má stríða smá.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:21

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Núna þurfti ég að ýta ellefu sinnum á OK takkann til að komast inn.  *dæs*

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:25

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eigum við að fara heim til Ægis og vita hvort hann á kaffi og kruðerí ?

Bloggið þitt, Brattur minn, er stútfullt........... af gersemum.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:27

27 Smámynd: Brattur

.. stökk út á snúru að hengja upp gula náttserkinn... 

... þetta overflow er afstaðið hérna á Akureyri... bara logn og blíða eins og alltaf hérna... prufuðu þið að endurræsa...

já hinum fimm fræknu er margt til lista lagt... þetta er eiginlega að vera svona "blogg gallerí" hjá okkur...

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:30

28 Smámynd: Brattur

já, kíkjum aðeins á Ægi...

Brattur, 17.7.2007 kl. 23:30

29 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sæl öll, þó seint sé! Já sko, á ekki kvikyndið ég tvö stykki í úrslitum. Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir "tuðninginn" í æsku og hafa gert mér allt mitt tuð kleift.......... Farinn að kaupa fimm lítra kút (Rijocha) og snakk fyrir úrslitakvöldið. Hvar verður það annars haldið? Vona bara að verði kominn með aðra tölvu heima þegar hátíðin hefst. Hún Della gaf nefnilega upp öndina. Leita logandi ljósi að annari í  dag.

Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 09:45

30 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bíddu við...Brattur.: Ljóðin byrtast í handahófskenndri röð???? Gleðin minnkuð niður á þriðja level og .: Mamma og Pabbi.: Mig langaði aldrei að verða tuðari! Kaupi bara þrjá lítra.

Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 09:48

31 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Góðan daginn Brattur!

Minni þig á fyrri skrif.

kveðja frá

Genious Imba la'Douche 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 11:44

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert snilldartuðari Dóri minn.  

Má ég kalla þig Imbu Gen, Genious Imba la´Douche ? 

Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 12:20

33 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er það bara ekki ágætis stytting?  Það þykir vera gott að fá genin frá mér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 13:29

34 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Verðlaunaafhendingin er sko í kvöld...... held ég. 

Annarsmisségavenni 

Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:36

35 Smámynd: Brattur

... yfirdómarinn er sestur í sæti sitt... og er að hefja störf...

Brattur, 18.7.2007 kl. 18:57

36 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 Hæ Brattur

Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 19:42

37 Smámynd: Brattur

... halló káta kona...

Brattur, 18.7.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband