Hvar byrja ég?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvar hlutir byrja og hvar þeir enda.
Vegur byrjar og hann endar. Allt byrjar og það endar, er það ekki annars?

Í sundinu hef ég uppgötvað að maður er ekki búinn að synda fyrstu ferðina
fyrr en maður snertir bakkann hinum megin... maður deilir ekki við sjálfan sig um það.

Þetta leiðir hugann að því, að árið 1 var ekki búið fyrr en á miðnætti 31.desember árið 1.

Aldamótin síðustu voru því ekki fyrr en á miðnætti 31.desember árið 2000.
Það fann ég út með þessum hætti:

Ég ímyndaði mér bara að ég synti 2000 ferðir í sundlauginni (var heila viku að fara allar þessar ferðir).
Þegar ég snerti bakkann eftir 1999 ferðir og sneri mér við og byrjaði á ferð númer 2000 þá
var ég ekki búinn með þessar 2000 ferðir.
Ég þurfti að klára ferð númer 2000 og snerta bakkann að henni lokinni, þá var sundið búið.Þetta fannst mér einfallt að skilja þó ég væri nokkuð slæptur eftir sundið.

Í íþróttum er hinsvegar verið að flækja málið svolítið.
Þú klárar sundið þegar þú snertir bakkann með höndunum; þarft ekki að koma með tærnar við líka.
Þú klárar hlaupið þegar fyrsti hluti líkamans snertir eða fer yfir endalínuna, oftast brjóstkassi.

Í hástökki og stangarstökki gegnir allt öðru máli. Það er ekki nóg að fara bara með höndina yfir rána, heldur verður skrokkurinn og allur pakkinn að fylgja með líka og það síðasta sem yfirleitt rennur yfir ránna eru tærnar.
Þarna er greinilega verið að gera upp á milli íþróttagreina.

Þessar pælingar urðu til þess að ég fór að hugsa; fékk mér 2 mjólkurkex og ávaxtasafa út á verönd, og horfið niður eftir skrokknum og alla leið niður á tær.
Hvar byrja ég... hmm.. og áður en ég vissi var ég búinn með báðar mjólkurkexkökurnar...

Byrja ég á hvirflinum og enda á iljunum... eða öfugt??? eða byrja ég jafnvel á stóru tánni hmm...?

Ég hef gert smá prufu og spurt vini og kunningja... "hvar byrjar þú"? ...þeir eiga ekki auðvelt með
að svara þessu... einn sagði reyndar..."ég byrja í augunum"... en mér finnst það eiginlega ekki ganga upp... það er ekki hægt að byrja svona í næstum því í miðju kafi...

Mig langar því til að forvitnast um þig, kæri lesandi... hvar byrjar þú og hvar endar þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég fékk mér tvær mjólkurkexkökur í morgunkaffinu og hef hugsað samfellt síðan.  Get því undið mér beint í svarið:  Ég kýs að byrja á tánum og enda á hausnum - enda stutt síðan ég endaði á hausnum með tilheyrandi sexspora-sikksökkun á  aukagat sem var mér ekki til nokkurs gagns.

Hvernig var aftur þulan sem maður fór með sem barn ?  "Sjö göt á hausnum ....." ?  Ég er búin að gleyma þessu.  

En skemmtilegar pælingar hjá þér.  Framvegis mun ég spá í þetta þegar ég horfi á íþróttir. 

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Brattur

... já þetta er nákvæmlega eins og margir lenda í, byrja á tánum og enda svo á hausnum... ég er reyndar ekki klár með sjálfan mig ennþá... mér finnst ég byrja uppi og enda niðri... en líklega byrjar maður neðst og endar upp í himninum...

Brattur, 11.7.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Heyrðu Brattur,

hvar ætlar þetta eiginlega að enda?

Eða var þetta bara rétt að byrja?

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 15:07

4 Smámynd: Brattur

... það er nú það Ásgeir... hringur hefur hvorki upphaf né endi... fer þetta ekki bara allt í hringi, við sjálfir sem og annað???

Brattur, 12.7.2007 kl. 16:26

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jú ætli það ekki bara,

ef Alheimurinn er ein endavitleysa þá er eins víst að allt sem í honum er sé eitthvað í þeim dúr = án upphafs og endis?

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 17:54

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

KLUKK !! 

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 18:30

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ooog  klukk! 

Marta B Helgadóttir, 12.7.2007 kl. 19:06

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha....... það ná þér allir.   Ekkert skrýtið, þú veist ekki hvernig þú átt að snúa eða hvort þú átt að hlaupa á höndum eða fótum. 

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 19:36

9 Smámynd: Brattur

...

Brattur, 12.7.2007 kl. 19:41

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

.... í náttserknum eða á lendaskýlunni ?

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 19:45

11 Smámynd: Brattur

...ég meina það, ég bara sofnaði í öllum fötunum, lendaskýlan er úti í sveit og náttserkurinn sveiflast fagurlega út á snúru og bíður eftir að vera sóttur af húsbónda sínum... Klukk... hver assgotinn þýðir það nú eignilega.... erum við farin að tala færeysku aftur??????

Brattur, 12.7.2007 kl. 19:49

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ertu búinn að sofa lengi ?  Það er leikur í gangi, þetta eru reglurnar:

Nú er ég að KLUKKA þig! Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:07

13 Smámynd: Brattur

... eredda líka fyrir stráka

Brattur, 12.7.2007 kl. 20:15

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já sko.   Reyndu nú að koma með eitthvað gáfulegt.

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband