Rigning
13.6.2007 | 21:58
Maður er að verða svo helvíti þroskaður með árunum... mér finnst það t.d. þorskamerki hjá mér að óska þess að það fari að rigna þegar ekki hefur komið dropi úr lofti í marga daga og gróðurinn skrælnar og sumar litlu plöntunar mínar út í sveit meiri að segja deyja... einhverntímann vildi maður bara sól og aftur sól... fór til útlanda í sólalandaferðir og elskaði hita, strendur og sól. Nú finnst mér eiginlega betra að vera í svolitlum kulda, frísku lofti, já og stundum að vera úti í rigningunni... þetta leiðir hugan að ljóði sem ég samdi fyrir mörgum árum, þar sem ég ímyndaði mér það að þeir sem væru dánir, komnir yfir móðuna miklu, yrðu að regndropum og féllu til jarðar og viðhéldu lífinu og einn og einn dropi félli á mig...
Dropar.
Ég hugsa mér
ykkur sem
eruð farin
yfir móðuna miklu
sem regndropa.
Þið steypist
ofan úr himnaríki
til jarðar
vökvið og gefið
okkur líf.
Þegar ég geng útí
rigninguna og rokið
og droparnir
snerta
augu mín og varir
þá þykir mér svo
ósköp vænt um
ykkur.
Þegar ég verð
regndropi
þá ætla ég
að falla á þig.
Athugasemdir
Það endar með því að ég verð draugahrædd í rigningu.
Anna Einarsdóttir, 13.6.2007 kl. 22:02
Eru draugar vondir?
Brattur, 13.6.2007 kl. 22:27
Ekki veit ég neitt um það
er bara hér að spauga
en þegar lítil man ég að
var ég hrædd við drauga
Anna Einarsdóttir, 13.6.2007 kl. 22:42
Góð... ég var líka draughræddur þegar ég var lítill polli, en það rjátlaðist að mér... en þó en þann dag í dag við vissar aðstæður... kannski einn að keyra í myrkri upp á heiðum... þá getur sest að manni smáhrollur... kann ekki að útskýra það... tunglið veður í skýjunum o.s.frv.
Brattur, 13.6.2007 kl. 22:51
"rjátlaðist af mér" átti þetta víst að vera.
Heyrðu annars Anna... þú varst að yrkja þetta núna... þú ert alvöru skáld....
Brattur, 13.6.2007 kl. 22:54
Nauts. Ég er bara bullukolla og kát með það.
Anna Einarsdóttir, 13.6.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.