Fílhraustir drengir.
10.6.2007 | 09:02
Jæja, þá er maður kominn heim úr fyrstu veiðiferð sumarsins, allur lurkum laminn og rauðari en karfi í framan af sól og birtu. Veiðin var góð, veðrið var gott og félagsskapurinn frábær... er hægt að biðja um það mikið betra? Mér finnst nöfnin á veiðistöðunum í þessari perlu, Laxá í Laxárdal mjög skemmtileg mörg.Sem dæmi; Jóelsbakkar, Bárnavík, Hjallsendabakki, Húsapollar, Djúpidráttur. Þetta síðasttalda hefur olli mönnum sérstökum heilabrotum og verið snúið út úr því nafni á ýmsa vegu, m.a. þýtt yfir á ensku, en við látum það nú eiga sig hér.
Það var svolítið skemmtilegt að á undan okkur var "stelpuholl" þ.e. bara konur með allar stangirnar í ánni. Mér skilst að það hafi verið mikið fjör. M.a. voru þær með "Happy hour" þar sem þær hittust allar á ákveðnum tímum og skáluðu við árbakann... og ég sem hélt að þessi á væri bara fyrir fílhrausta drengi...
En ég held ég sé að verða búinn með textann að "Fílhraustir drengir" og læt hann koma hér. Vonandi ekki langt í upptöku á því.
Fílhraustir drengir.
Fólk heldur það sé frí
að vera í veiði.
En það sem veiðum við
Eru engin seiði.
Við veiðum
laxa og silunga, risastóra.
Í einni ferðinni
fékk hollið þrjátíu og fjóra.
"Því það er hörkupuð
og mikið flugnasuð
að vaða út í stríða stengi
og ekki nema fyrir
fílhrausta drengi".
Á morgnanna við vöknum
alltaf klukkan sex.
Og fáum okkur graut
og súkkulaðikex.
Í nesti við tökum
með okkur lager,
kassa af bjór
og kannski flösku
af Jäger.
Kátir eins og
dvergarnir sjö
við trítlum niður að á.
Með stöng og flugubox
og litla raka tá.
Flugunum köstum fimlega
út í strauminn.
Í dag ætlum við að láta
rætast drauminn.
"Því það er hörkupuð
og mikið flugnasuð
að vaða út í stríða stengi
og ekki nema fyrir
fílhrausta drengi".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.