Af hverju er Guđ svona helvíti góđur?
3.6.2007 | 20:28
Af hverju er Guđ svona helvíti góđur viđ mig?
Ég er hálf trúlaus eins og ég segi stundum, en samt er eins og lániđ leiki alltaf viđ mig. Ég blóta, en tel ţađ svo sum ekki neinn löst, blót eru bara orđ til ađ leggja áherslur á mál sitt. Blót er ekki, í mínum augum, neitt til ađ vanvirđa Guđ, eđa ţá sem trúa mjög heitt á hann. Blót eru bara orđ.
Ég segi ekki ađ lífiđ hafi veriđ eitt rósabeđ hjá mér, en eftir svona helgi sem nú er liđin, ţá verđ ég ađ krjúpa á kné (geri ţađ bara í huganum, mér er svo helvíti illi í hnjánum) og ţakka fyrir mig.
Ég fór sem sagt út í sveit međ litlu kláru konunni minni og ţremur litlum stúlkum, barnabörnunum. Pabbi og mamma ţeirra fóru í stórborgina ađ skemmta sér. Sú yngsta er bara eins og hálfs, nćsta fyrir ofan er ári eldri og sú elsta 10 ára. Viđ brölluđum margt saman, smíđuđum brú fyrir lćkinn, byrjuđum ađ hlađa vörđu inn á blettinum (hugsunin er ađ henda öllu grjóti sem kemur upp úr jörđinni viđ gróđursetningu í eina vörđu) settum niđur nokkrar plöntur og ýmislegt fleira. Ég er reyndar löngu búinn ađ gleyma hvađ ţessi litlu kríli ţarfnast mikillar athygli og núna á sunnudagskvöldi ţegar ég er ađ skrifa ţetta, ţá er ég bara gjörsamlega búinn en glađur yfir ţví ađ hafa átt svona skemmtilegar stundir međ ţessum krílum.
Svo í vikunni framundan, seinnipart fimmtudagsins, fer ég ađ veiđa međ félögunum. Stund sem mig dreymdi um í vetur ţegar norđanbáliđ geysađi og snjóélin klóruđu rúđurnar.
Ţađ verđur ćđislegt. Ađ vađa út í strauminn, viđ bakkan syndir óđinshani og sendir mér kveđju, eftir vatnsfletinum fljúga húsendur í hóp eins og mótórhjólagćjar á hringvegi eitt... kvöldsólin speglast í mjúku vatninu og einhvernveginn renn ég saman viđ ţetta allt og veit ekki hvort ég er vatniđ eđa sólin eđa óđinshaninn viđ árbakkann.
Er von ég spyrji, hvađ hef ég gert til ađ verđskulda ţetta allt?
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.