G.E. Hannesson
22.4.2010 | 12:51
Hér sit ég og horfi út um eldhúsgluggann. Búinn að fara út á verönd og anda að mér sumrinu, þvílíkur dagur, þvílíkt veður.
Sumardagurinn fyrsti hefur svo oft verið kaldur og langt frá því að minna nokkuð á sumarið en núna ber hann svo sannarlega nafn með rentu.
Lítum á lítið sumarkvæði eftir G.E. Hannesson;
Nú leika sér kisur og kálfar
Kolsvartir krummar og álfar
Á himninum situr
Hann Guð alvitur
Og heldur að við séum bjálfar
Já hann Guð er ekki öfundsverður af sínu hlutskipti. Við hérna á jörðunni erum svo óþekk og brjótum allar reglur sem hann setti okkur, oft á dag... hugsið ykkur, íbúafjöldi jarðar er 6 milljarðar, já takk 6 milljarðar... þetta er ekki neinn venjulegur leikskóli... og í venjulegum leikskóla eru a.m.k. 6 fóstrur eða hvað það nú heitir og það er brjálað að gera hjá þeim.
Nei Guð er sko ekki neinn venjulegur maður (eða kona ?) og afar sjaldgæfur... mér finnst hann standa sig prýðilega miðað við umfang verkefnisins.
Góðir hálsar og einnig þið sem eruð með hálsbólgu; látum G.E. Hannesson eiga síðasta orðið;
Hvar væri ég án þín ?
Indæla ástin mín.
Hvað væri fluga án suðs ?
Hvar værum við án Guðs ?
.
.
Gleðilegt sumar !
Athugasemdir
Gleðilegt sumar! Frábær náungi þessi GE Hannesson
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 11:30
Grillaðann humar á móti, félagi.
Steingrímur Helgason, 23.4.2010 kl. 20:43
G.E. Hannesson er ótrúleg týpa... þegar maður fer að kynnast honum... hann hefur stundum verið kallaður hinn íslenski Olaf Limström
Ekki minnast á humar Steini... ég slefa...
Brattur, 23.4.2010 kl. 21:02
Hvar sem ég lít við á blogginu núna, þar eru allir að tala um humar ... hér, Eiður, man ekki hina ... ætli þetta verði ekki gott humarsumar?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.