Hinu megin

Ég var að uppgötva það rétt í þessu að báðir eða bæði geta ekki verið hinu megin. Ég hef alla ævi verið haldinn þeirri ranghugmynd að þetta væri hægt.

Hinn verður að vera hérna megin, þá getur þetta alveg gengið. Þið skuluð prufa það heima hjá ykkur og þá helst í eldhúsinu. Munið bara að slökkva á hellunum fyrst.

Ef að annar er hinu megin, þá er hinn hérna megin. Það er eiginlega út á það sem þetta gengur.

Svo má einnig í þessu samhengi einnig minnast á þá sem geta verið vitlausu megin en þá þarft þú að vera öðru megin til að geta séð það.

Brattur, góður báðum megin.
.

smiley-confused

 


Bloggfærslur 10. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband