Sigurður Kári

Fróðlegt að skoða hvað Sigurður Kári sagði í ræðu á Alþingi 11. maí árið 2005. Ræða um fjárframlög til stjórnmálastarfssemi.

Frú forseti. Í gær bárust fréttir af því að samkvæmt skýrslu Veraldarbankans búa Íslendingar við mestan efnahagslegan stöðugleika og besta réttarkerfi í heimi. Skýrslan leiðir líka í ljós að einungis tvö ríki heims af 219 standa okkur Íslendingum framar í baráttunni gegn spillingu.

Þessar fréttir eru afar ánægjulegar en hins vegar hafa hér á Íslandi fulltrúar ákveðinna stjórnmálaflokka haldið því fram um nokkurt skeið að það kerfi sem við búum við varðandi fjármögnun og fjármál stjórnmálaflokkanna ali á spillingu í stjórnmálum. Ég verð að segja að oft mætti af þessum málflutningi ætla að við værum að taka umræðuna í vanþróuðu og spilltu þróunarríki en ekki framúrstefnulegu vestrænu menningarsamfélagi. Sem betur fer sýnir þessi skýrsla Veraldarbankans annan raunveruleika.

Svo mörg voru þau orð  Sigurðar Kára.

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ?


mbl.is „Pólitískt áhlaup á mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband