Sigurður Kári

Fróðlegt að skoða hvað Sigurður Kári sagði í ræðu á Alþingi 11. maí árið 2005. Ræða um fjárframlög til stjórnmálastarfssemi.

Frú forseti. Í gær bárust fréttir af því að samkvæmt skýrslu Veraldarbankans búa Íslendingar við mestan efnahagslegan stöðugleika og besta réttarkerfi í heimi. Skýrslan leiðir líka í ljós að einungis tvö ríki heims af 219 standa okkur Íslendingum framar í baráttunni gegn spillingu.

Þessar fréttir eru afar ánægjulegar en hins vegar hafa hér á Íslandi fulltrúar ákveðinna stjórnmálaflokka haldið því fram um nokkurt skeið að það kerfi sem við búum við varðandi fjármögnun og fjármál stjórnmálaflokkanna ali á spillingu í stjórnmálum. Ég verð að segja að oft mætti af þessum málflutningi ætla að við værum að taka umræðuna í vanþróuðu og spilltu þróunarríki en ekki framúrstefnulegu vestrænu menningarsamfélagi. Sem betur fer sýnir þessi skýrsla Veraldarbankans annan raunveruleika.

Svo mörg voru þau orð  Sigurðar Kára.

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ?


mbl.is „Pólitískt áhlaup á mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna. Er virkilega blessuð dúfan Jóhanna komin með " Davíðs-heilkennið" ??

 Fara menn ekki að finna upp lyf við þessum óttalega heilasjúkdómi ?? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:06

2 identicon

Ertu virkilega að reyna að setja útá Sigurð Kára með þessari setningu ???? Þetta er skýrsla frá Veraldarbankanum og árið 2005 var landslagið var nákvæmlega svona eins og líst er í skýrsluna. Er eitthvað af því að Sígurður Kári bendi á þetta ???...léleg tilraun..

Jóhann Haukur (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

þetta er mjög oft kallað að slíta hluti úr samhengi við raunveruleikan :-).

hitt er annað mál að mér finnst sigurður kári hafa eytt aðeins of miklum tíma í launamál seðlabankastjóra :-). eins og það sé nú ekki af nógu öðru að taka!

Þór Ómar Jónsson, 7.6.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Brattur

Sammála Þór Ómar... það er eitthvað þarfara að gera en að hamast í þessu máli... sem ekki er neitt neitt...

Brattur, 8.6.2010 kl. 00:12

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta hefur EKKERT með launamál gamla Trotskyistans að gera - þetta snýst um trúverðugleika forsætisráðherra - sem reyndar fer ekki mikið fyrir lengur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.6.2010 kl. 05:40

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Erum við ekkert á leið í veiði?

Halldór Egill Guðnason, 9.6.2010 kl. 04:58

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú Halldór...... þið eruð á leið í veiði.    Ég held að Brattur ætli að nota tækifærið þegar ég verð að heiman, aðra helgi.  (19. 6)... ef þú ert laus þá.

Anna Einarsdóttir, 9.6.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband