Ríkisútvarp allra landsmanna ?
7.5.2010 | 22:32
Það kom hvorki hósti né stuna frá Ríkisútvarpinu í a.m.k. 20 mínútur eftir að rafmagnið fór af.
Hér í Borgarnesi var rafmagnslaust í a.m.k. klukkutíma.
Ég vissi fljótlega (með símtali) að það var rafmagnslaust á Akureyri líka svo það var greinilega eitthvað mikið að.
Mér finnst Ríkisútvarpið klikka illilega að bregðast ekki fyrr við og upplýsa landsbyggðina hvað væri að.
Ef Reykjavík hefði dottið út þá hefði allt orðið brjálað á augabragði. Ríkisútvarpið getur því varla talið sig útvarp allra landsmanna með þessari frammistöðu.
Það er greinilega ekki sama hvar á landinu fólk býr.
Annars er þetta ótrúlega viðkvæmt kerfi hjá okkur að einhver bilun í Fjarðaráli leiði til þess að nánast allt landið verður rafmagnslaust.
![]() |
Víðtæk rafmagnsbilun á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 9.5.2010 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)