Af Páli Sófussyni og Óla Þorsteins

Hunangsflugan átti heima í Reynitrénu rétt hjá kartöflugarðinum.

Í kartöflugarðinum var borg ánamaðka.
Þar giltu engar umferðareglur og enginn vissi hvað snéri fram eða aftur.

Svo fór að rigna. Ánamaðkarnir skriðu upp úr blautum holum sínum. Þá komu þrír hettumávar og átu þá alla.

Hettumávarnir flugu síðan í burtu. Þeir hefðu aldrei komið við sögu ef ekki hefði rignt.

Hunangsflugan hefði heldur ekkert komið við sögu nema af því að hún átti heima rétt hjá kartöflugarðinum.

Þessi saga hefði ekki orðið neitt, neitt nema af því að Óli Þorsteins plantaði Reynitrénu fyrir tuttugu og sjö árum og Páll Sófusson stakk upp kartöflugarðinn ellefu árum síðar.
.

hettumafur

.

 

 


Bloggfærslur 26. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband