Óðinshaninn

Hann lagðist endilangur í sófann. Hann var einn í húsinu. Lokaði augunum og reyndi að sofna. Hann var yfir sig þreyttur.
Hann sá fyrir sér bjart tunglskin og dimm ský sem skyggðu það af og til. Vindurinn var hvass og það ýlfraði í þvottahúshurðinni.
Það var hrollur í honum og hann teygði sig í ullarteppið, reyndi að hugsa eitthvað hlýlegt. Hugsaði um grænan árbakka og Óðinshana syndandi í lítilli vík.
Honum hefur alltaf þótt Óðinshaninn fegurstur fugla. Það er svo mikil ást og samkennd meðal karlfuglsins og kvenfuglsins. Vinna ákveðin sín verk án þess að tala mikið. Einstaka lástemmt kvak heyrist í þeim þegar þau segja; ég elska þig.

Við þessar hugsanir hlýnaði honum undir teppinu og fann að nú gat hann sofnað. Hann hafði alltaf verið þannig að ef honum var kalt þá gat hann ekki fyrir nokkurn mun sofnað. Og ef honum var verulega kalt þá klæddi hann sig í lopasokka.

Hann hrökk við bank á útidyrnar... hann reis upp við dogg og leit á stofuklukkuna... hún var hálf fjögur. Hver gat eiginlega verið á ferðinni um hánótt ?

Hann opnaði dyrnar. Einhver hljóp í burtu frá húsinu og út í hríðarbylinn. Á stéttinni var stór bastkarfa vafinn rauðköflóttu sjali.

Hann lyfti bastkörfunni varlega og gekk inn í húsið. Setti körfuna á eldhúsborðið, hikaði við að taka sjalið af. Hann hugsaði um allar bíómyndirnar sem hann hafði séð og sögurnar sem hann hafði lesið. Það var alltaf barn í svona bastkörfum.

Hann teygði sig skálfhentur í sjalið og dró það að sér. Snéri höfðinu til hliðar og leit hálfvegis til baka í átt að körfunni.

Það var ekkert barn en í körfunni var bangsi og í hendi hans var miði. Hann tók miðann, setti upp gleraugun og las.

"Óðinshani"
.

 MG_7945

.

 


Bloggfærslur 14. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband