Mennirnir hennar Grýlu.

Það voru einhverjir menn að tala um Grýlu í útvarpinu í morgun.

Ég keyrði eftir þjóðveginum snemma í morgun. Það var niðdimmt en stjörnurnar voru þó komnar á fætur og vísuðu veginn. Nei, ég segi nú bara svona til að vera skáldlegur. Auðvitað lýstu bílljósin mér veginn.

En áfram með söguna.

Í þessu útvarpsspjalli kom ýmislegt í ljós sem ég hafði ekki vitað um áður.

Grýla var tvígift. Fyrri maður hennar hét víst Boli en sá seinni Leppalúði. Vissulega kannaðist ég við Leppalúða en á Bola hef ég aldrei heyrt minnst.

Í útvarpinu kom fram að Leppalúði var ekki pabbi jólasveinanna, hann var bara fósturpabbi þeirra. Ég held að Boli hafi heldur ekki verði pabbi neins.

Nei, Grýla var víst svona lauslát. Hún átti jólasveinana einn og átta og þrettán með fullt fullt fullt af mönnum.
.

 grylaogfelagar

.

Þegar heim var komið um kvöldið sagði ég konunni frá því hvað ég hafði heyrt í útvarpinu. Konu minni fannst ótúlegt hvað Grýla hafi haft mikinn séns miðað við útlitið.

Nú er ég að spá í það hvaða gæjar þetta voru sem áttu jólasveinana með henni Grýlu.

Það þarf ég að rannsaka... læt ykkur vita um leið og ég hef upplýsingar um það.

 

 

 

 

Nú er ég búinn að rannsaka og niðurstaðan kemur á óvart.

Grýla var þrígift. Fyrst giftist hún Bola, næsti hét Gusti og svo giftist hún Leppalúða sem er samkvæmt mínum heimildum, pabbi jólasveinanna. Nú er ég ánægður. Hef alltaf kunnað svo vel við Leppalúða.

Grýla át víst bæði Bola og Gusta.

Þessi saga endar því vel.


Bloggfærslur 6. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband