Pósturinn - allur pakkinn

Ég fór með pakka á pósthúsið í morgun.

Það er greinilega langt síðan ég hef sent pakka. Ég fékk nefnilega spurningu frá afgreiðslukonunni sem ég hafði aldrei fengið áður.

Viltu rúmfreka sendingu eða skráða sendingu ? spurði hún.

Ég hafði ekki hugmynd hvora gerðina ég vildi og spurði á móti hver væri munurinn.

Eftir langa útskýringu afgreiðslukonunnar komst ég að því að ég gæti valið um það hvort að pakkinn týndist eða þá að hann kæmist örugglega á leiðarenda.

Ég valdi þann kost að kaupa undir pakka sem týndist ekki... en það var töluvert dýrara en að kaupa undir pakka sem átti að týnast.

Fór svo í framhaldinu að velta fyrir mér hvers konar fólk velji þann kostinn að borga undir pakka sem á að týnast ???
.

package

.


Bloggfærslur 1. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband