Verum betri.
13.1.2010 | 23:33
Já öll vitum við og finnum fyrir því að tíminn flýgur og tíminn líður hratt.
Í argaþrasi dagsins þá gleymum við stundum að njóta lífsins. Gleymum að hver sekúnda er gulls ígildi. Hvert skref sem við tökum og hvert orð sem við segjum skiptir miklu máli. Kannski ekki fyrir heiminn en fyrir okkar heim, okkar umhverfi, okkar fólk og okkur sjálf.
Ég gleymi aldrei orðum geimfarans forðum sem var spurður að því hvað honum hefði þó merkilegast við að fara út í geiminn. Hann svaraði;
Það að sjá jörðina okkar, bláa ljómandi fallega, það var yndislegt, en ég fékk sting í hjartað að vita hvað við erum vond hvort við annað á þessari litlu jörð.
Við erum ein á agnarsmárri kúlu og erum alltaf í stríði, deyðum og meiðum... þetta er svo heimskt.
Mér dettur þetta einmitt í hug núna þegar við Íslendingar berjum hver á öðrum með orðum í rifrildi um peninga... ljót orð falla sem betur væri ósögð.
En þar sem þessi færsla er orðin full hátíðleg ætla ég að enda með tveimur góðum spakmælum.
Það er gott fyrir mig að vera ég, það er gott fyrir þig að vera þú. En það er best fyrir okkur að vera við !
Hvar væri heimurinn án þín og líf þitt án mín !
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)