Fokking Lottóiđ

Ég hitti hann Balda kaupmann um daginn. Ţađ lá vel á honum eins og endranćr.

Veistu, sagđi Baldi... ég held ađ ţetta sé satt međ ljótar hugsanir... ef ţú hugsar neikvćtt og ljótt... ţá verđur ţú aldrei hamingjusamur né heppinn.

Já, svarađi ég, ţađ má vel vera... Jú, sko... greip Baldi fram í. Ég hef reynt ţetta á eigin skinni.

Ţađ kom mađur hérna inn í búđina um daginn. Hann var ţungur á brún og bölvađi helvítis Lottóinu, eins og hann kallađi ţađ. Andrúmsloftiđ varđ strax ţungt um leiđ og hann kom inn í búđina.

Ég ćtla ađ fá tíu fokking rađir... hreytti hann út úr sér og engan djöfulsins Jóker...

Svona bölvađi hann og ragnađi á međan hann var hérna inni, sagđi Baldi.

Svo ţegar hann var farinn hugsađi ég... kallinn er búinn ađ soga allt hiđ ljóta út úr Lottó vélinni... nú eru bara góđir straumar eftir.

Og ég keypti mér fyrsta miđann eftir orđljóta kallinn. Og veistu Brattur,sagđi hann og sló sér á lćri, ég vann fjörutíu og átta ţúsund kall.

Svo hló Baldi innilega svo tár láku niđur kinnar hans.

Ég kvaddi og labbađi út... hugsađi um góđa strauma og vonda strauma...

...og ađ lífiđ vćri Lotterí...
.

lotto_240602

.


Bloggfćrslur 8. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband