Á Ö flokkurinn að skila styrknum?

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn hræddur við mig... það hlaut að koma að því...

Eins og Þorgerður Katrín segir "Það hefur verið á Brattann að sækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn".

Mér sýnist ÖND-VEGIS-FLOKKURINN vera að höggva verulega í fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Þó að Ö flokkurinn hafi ekki komið neitt sérstaklega vel út úr síðustu skoðanakönnun Capacent þá finnum við mikinn meðbyr. Einn helsti styrkur Ö flokksins er að hann hefur ekki þegið neinn styrk... eða næstum því engan styrk.

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN verður með opið hús á föstudaginn langa kl. 7:00 um morguninn... farið verður yfir bókhald flokksins og tekin ákvörðun um hvort skila eigi rifsberjasultukrukkunni sem Manga Magnúsar gaf flokknum í haust... en það er reyndar bara helmingurinn eftir í krukkunni...


Félagar munið.......        Ö er ekkert BÖ
!
.

fig_jam1-540x354

.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ö er ekkert BÖ !

Í öllu umrótinu sem nú er í pólitíkinni finnst mér rétta stundin til að minna á ÖND-VEGIS-FLOKKINN... óspilltasta flokk landsins...

Kynnið ykkur málefni flokksins HÉR og veitið okkur stuðning,

Ö er ekkert BÖ ! 

 Hér er svo baráttusöngurinn okkar:

 

Brattsjónallinn.

Fram ööööðlingar í ótal lööööööndum

sem ástundiðá kvöldin karate

nú Brattur safnar saman bröööööndum

boðar kaffi og jurtate

Dabbahyski við hendum í sjóinn

hrööööökvum aldrei í kút

við áttum lóur en hann át þær kjóinn

einsog að þamba ööööööl af stút.

 

Þó að mööööörgæsin sé mööööögur

við möööööölvum Geirinn í dag

því Brattsýnin er fööööögur

og fóðurblanda allra í Haag.

 

HÖf.: Guðni Már
.

penguin_35.


Guðlaugur og Guð-laugur

Vó... hélt að þetta væri frétt um Guð-laug Þór sem var að skora ljótasta sjálfsmark allra tíma...

Ég óska hinsvega Guðlaugi Arnarsyni til hamingju með markið sitt í gærkvöldi.

Ætla að halda upp á mörk þessara manna í dag með ís og alles...

.

 WomanSoccerPlayer

.


mbl.is Guðlaugur skoraði og FCK á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki kjósa spillinguna

Nú bíður maður bara eftir fleiri sprengjum.

Það mætti segja mér að nú færi allt á fullt hjá Sjöllunum að reyna að finna veikan blett á öðrum flokkum hvað varðar fjárframlög til þeirra.

Það er venja Sjálfstæðismanna að þegar á þá er ráðist, þá er gerð gagnárás til að dreifa athyglinni.

Mest hafði ég gaman af því að sjá að það var BAUGUR /FL Group/Jón Ásgeir sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn svona myndarlega.

Það er stutt í kosningar... kosningabaráttan á eftir að einkennast af uppljóstrunum á báða bóga, hugsanlega afsögnum og öðru í þeim dúr. Það mun lítið fara fyrir málefnalegri umræðu.

Við kjósendur viljum spillinguna burt, þess vegna er það krafa að bókhald flokkanna verði opnað og við fáum að sjá alla styrki til flokkana a.m.k. 10 ár aftur í tímann.

Þá fyrst getum við kosið spillinguna burt.
.

 d_documents_and_settings_inqo_my_documents_my_pictures_isk_500_note

.

 

 


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband